Bruðl Reykjavíkur

 

Fjölmiðlar bera okkur þá furðu frétt að tólf manns muni fara út á vegum Reykjavíkurborgar á loftslagsráðstefnu Sameinuðu Þjóðanna í París í byrjun næsta mánaðar. Þetta er rausnarlegt! Ókeypis flug, fínt hótel, kokkteil, gaman, gaman! Þeir get gert jólainnkaupin um leið í fínustu magazínum Parísar. En bíðum nú við: hvað gerist ef allar borgir jarðar með 120 þúsund íbúa og fleiri senda álíka sendinefnd til Parísar? Einn fulltrúa á hverja tíu þúsund borgara jarðar? Er pláss fyrir milljón manns á fundinum? Og svo í viðbót kemur sendinefndin frá ráðuneytunum og umhverfisstofnunum. Losun á koltvísýring við að senda allt þetta fólk í þotum yfir hafið hefur sennilega meiri neikvæð áhrif en þau jákvæðu, sem af fundinum kemur. Manni verður einnig að spurn: Hvaða vit hafa oddvitar borgarstjórnarflokkanna á loftslagsbreytingum yfirleitt?


Bloggfærslur 5. nóvember 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband