Ný Náttúruverndarlög eru mikil afturför

Eitt af höfuðeinkennum íslenskrar hefðar í sambandi við ferðalög er sá almannaréttur, sem ætið hefur ríkt varðandi rétt til ferðar og dvalar á annara manna landi. Almannaréttur þessi er til dæmis varðveittur í Jónsbók frá 1281 og ætið síðan, til dæmis í náttúrverndarlögum frá 1999.   Nú hafa ný náttúruverndarlög verið samþykkt á Alþingi, sem fjarlægja þennan mikilvæga rétt. Nú er landeigendum í lögunum veitt heimild til að banna umferð um óræktað land án þess að þurfa að rökstyðja slíkt bann. Þannig getur landeigandi nú takmarkað eða bannað með merkingum umferð manna og dvöl á afgirtu óræktuðu landi. Það er reyndar óskiljanlegt að ekki hefur verið meira fjallað um þetta atriði, sem er mikil afturför í ferðahefð í Íslenskri menningu.


Bloggfærslur 13. nóvember 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband