Tuttugu ár af stórskjálftum

skja_769_lftar.jpgMyndin sýnir hvar stórskjálftar (stærri en 7.0) hafa orðið á jörðu undanfarin tuttugu ár (1995 til 2015). Nýjasti skjálftinn af þeiri stærð var sá sem reið yfir Afghanistan nú hinn 26. október (svarti hringurinn), með upptök á um 200 km dýpi undir Hindu Kush fjöllum. Þessi dreifing stórskjálfta sem myndin sýnir segir okkur magt merkilegt. Í fyrsta lagi eru nær allir skjálftarnir á mótum hinna stóru fimmtán jarðskorpufleka, sem þekja jörðina. Í öðru lagi eru nær allir stórskjálftarnir á mótum þeirrar tegundar flekamóta sem við köllum sigbelti. Það eru flekamót, þar sem einn flekinn sígur niður í möttulinn undir annan fleka og við núning milli flekanna koma skjálftar fram. Slík sigbelti eru einkum algeng allt umhverfis Kyrrahafið. Takið einnig eftir, að aðeins örfáir stórskjálftar myndast á úthafshryggjum eða þeirri tegund af flekamótum, þar sem gliðnun á sér stað. Til allrar hamingju fyrir okkur, sem búum á slíkum flekamótum á Íslandi.


Bloggfærslur 30. október 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband