Er baráttan á móti hnattrænni hlýnun töpuð?

naomi_klein2_1271973.jpgAllt bendir nú til að hnattræn hlýnun stefni á hækkun á meðal hitastigi á jörðu um allt að 4oC á næstu árum. Nær allir vísindamenn gera sér grein fyrir þessu og átta sig á að hér eru að gerast miklar hamfarir, sem munu hafa mjög djúptæk áhrif á allt líf og efnahag á jörðu. Losun á koldíoxíði út í andrúmsloftið, vegna bruna á olíu og kolum, er höfuðorsökin. Þetta er að gerast þrátt fyrir heila röð af alþjóðafundum í nafni Sameinuðu Þjóðanna, fyrst árið 1992 í Ríó, síðan í 1997 í Kyoto, árið 2009 í Kaupmannahöfn, árið 2012 í Doha, og næst í París nú í desember 2015. Reynslan sýnir að Sameinuðu Þjóðirnar eru máttlaus og tannlaus félagsskapur, sem hefur litlu orkað á þessu sviði sem öðrum. Bjartsýnin um slíka alþjóðastofnun var að vonum mikil eftir heimsstyrjaldirnar á tuttugustu öldinni, en ekki var sú bjartsýni verðskulduð.  Hersveitir Sameinuðu Þjóðanna hafa til dæmis ekki hleypt af einu einasta skoti á móti hryðjuverkamönnum, en á meðan hafa hermenn SÞ, með skrautlegu bláu hjálmana, verið sekir um nauðgun kvenna í ríkjum Afríku og að hafa flutt inn kólerufaraldur inn til Haítí. Ýmis rök hafa verið færð fyrir því að samþykktir innan alþjóðastofnana á við SÞ muni bera lítinn eða engann árangur í baráttunni við hnattræna hlýnun. Er þetta orðin vonlaus barátta?

Kanadíski rithöfundurinn Naomi Klein hefur fært málið í nýjan búning í bók sinni This Changes Everything: Capitalism vs The Climate (2014) . Hún heldur því fram, að baráttan á móti hnattrænni hlýnun sé vonlaus innan banda auðvaldsskipulagsins eða Kapítalismans, sem nú stjórnar nær öllum helstu efnahagskerfum jarðar. Aðeins pólítísk bylting á heimsmælikvarða getur breytt þessu ástandi, að hennar mati. Sósíalistar, jafnréttisinnar og aðrar vinstri hreyfingar þurfi að ná völdum, til að takast í sameiningu á við stóra vandamálið um hnattræna hlýnun. En slík skrif, eins og koma fram hjá Naomi Klein, eru nú að sjálfsögðu litin hornauga af hinni fámennu en valdamiklu sérstétt eiginhagsmuna, sem nú stýra bæði efnahag þjóða, pólitískum öflum og ekki síst nær öllum fjölmiðlum.

 

 


Bloggfærslur 28. október 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband