Heitasta árið

2014temp.jpgÞað er varla fréttnæmt lengur, en árið 2014 er hið heitasta á jörðu síðan mælingar hófust árið 1880. Við tökum það nú sem sjálfsagðan hlut að hnattræn hlýnun haldi áfram sínu striki uppá við. Loftslagsfræðingar telja það einnig merkilegt að þetta met var sett í fyrra án þess að El Nino væri í gangi, en sá hafstraumur Kyrrahafsins dembir miklu magni af hita úr sjónum og upp í lofthjúp jarðar. Allir vita að það er fyrst og fremst losun okkar manna af miklu magni af CO2, sem hefur valdið hnattrænni hlýnun. 2014hafis.jpgNú þegar verð á olíu og jarðgasi heldur áfram að falla á heimsmarkaðinum, þá eru mjög litlar líkur á að mannkynið dragi úr losun á koltvíoxíði á næstunni. Komandi ár munu því verða enn hlýrri. Fyrsta línuritið sýnir hitaferli jarðar fyrir bæði land og haf, frá NASA. Önnur myndin sýnir hvernig hafís hefur dregist saman frá 1979, en hafís á norðurslóðum minnkar rúmlega 13% á hverjum áratug. Það eru töluverðar sveiflur í hafís og mest áberandi er hvað hann minnkaði mikið árið 2007, en 2012 var enn verra. 2014graenl.jpgÞriðja myndin sýnir hegðun íshellunar, sem þekur Grænland. Grænlandsjökull minnkar nú á ári hverju sem nemur 258 milljörðum tonna af ís.


Hvernig kóngur Marókkó tók á hryðjuverkamönnum

Marrakesh í Marokkó er góð borg. Hún er hrein, skemmtileg og hefur gömul markaðshverfi eða souk, sem eru sennilega óbreytt frá fyrri hluta miðalda. Það kemur mér ekki á óvart að Marrakesh er til fyrirmyndar. Fólk frá Marokkó hefur mjög gott orð á sér í Frakklandi, ólíkt því sem sagt er um hina fremur óvinsælu innflytjendur frá Alsír. En þótt þröngt sé í gömlu Marrakesh, þá er þrifnaður til fyrirmyndar, engir flækingshundar, og kurteist fólk. Gömlu hverfin eru svo flókin, að það þarf GPS til að komast út úr þeim auðveldlega, en yfirleitt finnur maður alltaf aftur stóra torgið Jaama el Fna. Maður gengur bara á hljómlistina eða þá í áttina þaðan sem hrossataðslyktin kemur. Hér á torginu halda nefnilega til um eitt hundrað skrautlegar hestakerrur. Torgið stóra er miðja borgarinnar á margan hátt. En undir þessu fagra yfirbragði leynist ef til vill önnur hlið á Marokkó. Hér var gert eina hryðjuverkið, sem Marokkó hefur orðið fyrir. Það var í apríl árið 2011, þegar sprengja sprakk í Argana veitingahúsinu. Hún drap 17 manns, mest túrista. Þá fylgdu handtökur og réttarhöld. Mohammed VI konungur er harður í horn að taka. Árið 2012 voru tveir dæmdir til dauða fyrir hryðjuverkið en nokkrir í viðbót settir í fangelsi. Mér hefur ekki tekist að fá beint staðfest að þeir hafi verið teknir af lífi, en mér var sagt af heimamanni hér í borginni að svo væri. Hann staðfesti einnig mýtu sem ég hafði oft heyrt í Frakklandi um þetta mál. Hún er sú, að auk sprengjuvarganna hefðu fjölskyldur þeirra einnig verið teknar af lífi, þar á meðal afar og ömmur, sem viðvörun til þeirra sem hyggjast stunda hryðjuverk í þessu konungsríki. Amnesty International hefur mótmælt því harðlega hvað allt réttarfar er fótum troðið í þessu landi, einkum er varðar mótmæli og áróður á móti ríkinu.


Bloggfærslur 16. janúar 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband