Hornafjörður er á uppleið

 

Sjöberg ofl.Ég eignaðist mitt fyrsta GPS tæki árið 1990. Það var af Trimble gerð, kostaði yfir $4000 og var fyrsta kynslóð af GPS tækjum, sem komu á markaðinn. Ég beitti því fyrst við rannsóknir mínar á Krakatau eldfjalli í Indónesíu. Stóra byltingin með GPS tæki gerðist í Flóastríðinu, þegar Írak réðst inn í Kuwait og Bandaríkjaher svaraði með áras á  Írak.  GPS tæki voru þá komin í hendur flestra hermanna og svo strax í hendur almennings eftir það.  Nú er hægt að fá ágætis GPS tæki fyrir innan við $100 og notkun þessarar tækni hefur valdið byltingu í siglingum, ferðum og vísindum.

Höfn landrisJarðeðlisfræðingar á Íslandi hafa beitt GPS tækninni með ágætum árangri.  Á Íslandi var fyrst sett út GPS net umhverfis Vatnajökul árið 1991 og fylgst vel með því til 1999 af Lars Sjöberg og félögum.  Þeir mældu landris á bilinu 5 til 19 mm á ári umhverfis Vatnajökul yfir þetta tímabil.  Fyrsta mynd sýnir hluta af þeirra niðurstöðum. Lengdin á lóðréttu línunum er í hlutfalli við landris á þessu tímabili.  Aðrir telja að ris í grennd við Höfn í Hornafirði hafi verið um 16 til 18 mm á ári síðan 1950.  Á vef Veðurstofu Íslands er hægt að fylgjast með skorpuhreyfingum á Íslandi á rauntíma.  Þar eru til dæmis gögn um GPS mælingar í Höfn, eins og önnur mynd sýnir.  Landris er greinilega mikið og stöðugt. Fyrir tímabilið frá 1998 til 2013 er risið að meðaltali um 17,1 mm á ári, samkvæmt GPS í Höfn.  Síðasta myndin er eftir Þóru Árnadóttur og félaga. Hún sýnir lóðréttar hreyfingar á landinu öllu, fyrir tímabilið frá 1999 til 2004.  Mælikvarðinn sýnir hreyfinguna og það er augljóst að nær allt landið er á uppleið, en hreyfingin er langmest umhverfis Vatnajökul.  Á þessu svæði er hreyfingin allt að eða yfir 20 mm á ári.  Bráðnun Vatnajökuls og annara jökla hálendisins eru auðvitað skýringin á þessi risi landsins.  Það eru þó til undantekningar frá þessu lanÞóra Árnadóttirdrisi og er Öskjusvæðið ein slík, en þar hefur land sigið, eins og myndin sýnir.    Landris umhverfis Vatnajökul kann að hafa mest og alvarlegust áhrif á Hornafjarðarós, en hann er í dag talin einhver erfiðasta innsigling landsins.  Sandrifið Grynnslin liggur þvert um siglingaleiðina inn í ósinn og þar er dýpi aðeins um 6 til 7 metrar.  Þessi innsigling mun því versna stöðugt vegna bráðnunar Vatnajökuls og landrisins, sem því fylgir.


Bloggfærslur 26. júní 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband