Hlýnun hafsins

Hlýnun hafsinsLosun á koltvíoxíði hefur vaxið stöðugt í heiminum og hitastig á yfirborði jarðar hækkað að sama skapi. En undanfarinn áratug hefur yfirborðshiti á landi nokkurn veginn staðið í stað.  Hvað er að gerast?  Sennilega er skýringuna að finna í hafinu. Ég hef áður bloggað um  hitann í hafinu, sjá hér:  http://vulkan.blog.is/blog/vulkan/entry/1278537/

Myndin sýnir feril á hita í öllum heimshöfunum frá yfirborði og niður á 2 km dýpi.  Hér er hitinn sýndur í hitaeiningunni Joules, frekar en gráðum.  En niðurstaðan er sú sama: það er gífurlegt magn af hitaorku, sem nú safnast fyrir í hafinu. Loftslagsfræðingar telja að nú sé yfirborð jarðar búið að ná einhverskonar jafnvægi um tíma, og að hitinn færist nú úr lofthjúpnum niður í hafið í auknum mæli.  Sem sagt:  það er alls ekki ástæða til að álíta að það hafi degið úr hlýnun jarðar.  Hún gerist nú í vaxandi mæli í hafinu.   Það er talið að um 90% af hitanum sem myndast við hlýnun jarðar fari í hafið,  en til samanburðar geymir lofthjúpurinn aðeins um 2% af hitanum.  Hafið er því þessi risastóri geymir og einnig einskonar “buffer” eða jöfnunartankur, sem tekur endalaust á móti hlýnun.   Hlýnunin í hafinu er um 17 x 1022 Joules síðustu 30 árin.  Hvað er það mikil orka?  Jú, það er jafnt og að sprengja eina Hiroshima kjarnorkusprengju í hafinu á hverri sekúndu í þrjátíu ár!  Þeir fáu, sem eru ekki enn sannfærðir um hlýnun jarðar benda oft á að meðalhitinn á yfirborði jarðar hafi ekki vaxið mikið síðasta áratuginn,  þrátt fyrir vaxandi útblástur af gróðurhúsagasi.  Ég vil því benda þeim á staðreyndina um vaxandi hlýnun heimshafanna.


Bloggfærslur 25. júní 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband