Obama fer í stríð við loftslagsbreytingar

 

 

Í vikunni lýsti Obama forseti Bandaríkjanna því yfir að stjórn hans muni vinna að því að draga úr losun koltvíoxíðs frá orkuverum sem nemur 30%.   Reynt verður nú að loka sem flestum orkuverum, sem kynt eru með kolum, en kol eru talin allra mesti mengunarvaldurinn hvað snertir bæði koltvíoxíð og brennistein.  Hætt er við að barátta Obama´s við mengunarvöldin verði erfið og pólítísk.  73% Ameríkana trúa nú að loftslagsbreytingar séu að gerast.  En skoðunin á þessu máli er mjög klofin eftir flokkum.  Þannig eru 65% af Demókrötum sannfærðir um að mikil ógnun stafi af loftslagsbreytingum en aðeins 25% af Repúblikönum.  Baráttan gegn mengun og loftslagsbreytingum er ekki talin ´good for business´, en samt sem áður er þjóðin að síga hægt og hægt í rétta átt.  Þetta er stórt útspil hjá Obama og ef til vill stefnir hann á að byggja upp arfleifð sína á þessu sviði áður en kjörtímabili hans lýkur.


Bloggfærslur 2. júní 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband