Ekvador valdi dollarann$

Árið 2000 kaus ríkið Ekvador í Suður Ameríku að taka upp einhliða ameríska dollarann sem opinbera mynt landsins. Íbúum var gefið eitt ár til að skila inn sinni gömlu mynt. Ekvador hafði barist við mikla spillingu og verðbólgan var um 60% árið fyrir umskiftin.

            Hver er reynslan og getum við lært eitthvað af þessu, í sambandi við umræðu varðandi íslensku krónuna?  Aðstæðurnar eru að vísu allt aðrar en hér, en samt er fróðlegt að skoða hvað hefur gerst eftir dollarvæðingu landsins.  Í Ekvador eru um 16 milljón íbúar, sem flytja út banana, olíu, rækjur, gull og bóm.  Árið fyrir dollaravæðinguna hafði efnahagur dregist saman um 7.3% og algjört hrun blasti við. Árið 2000 snérist þetta við og efnahagur óx um 2.3%, 5.6% árið á eftir, 6.9% árið 2004 og svo framleiðis. Efnahafur Ekvador

            Önnur jákvæð hlið er sú, að Ekvador getur ekki leyst sig út úr efnahagsvanda í framtíðinni eingöngu með því að prenta peningaseðla.  En því fylgir sú neikvæða hlið að ríksistjórn Ekvador ræður ekki að öllu leyti yfir mikilvægum ákvörðunum um mynt sína, heldur er sú stjórn í ríkisbanka Bandaríkjanna í Washington DC. Sacagawea

Hvernig tóku íbúar Ekvador nýja dollaranum?  Hé kom í spilið alveg ótrúleg tilviljun.  Það vildi svo vel til, að sama árið, 2000, gaf ameríski bankinn út gullpening, sem er eins dollara virði og á honum er greypt mynd af indíánakonu, með barn sitt á bakinu.  Þetta er hin fræga Sacagawea, sem veitti landkönnuðunum Lewis og Clark leiðsögn vestur yfir Klettafjöllin og að strönd Kyrrahafsins árið 1804.  Hinir innfæddu í Ekvador sáu strax andlit sem þeir þekktu og vildu helst engan annan pening nema gullpeninginn með mynd Sacagawea.  Síðan hefur nær allur forðinn af þessum gullpening flutst frá Bandaríkjunum til Ekvador.  


Bloggfærslur 21. maí 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband