Veðurstofan bregst okkur

gps_1291637.jpg

Veðurstofan heldur úti merkilegri vefsíðu, sem veitir upplýsingar á rauntíma um ýmsa þætti í jarðeðlisfræði Íslands. Það er ef til vill einstakt á jörðu og mjög lofsvert, að almenningur skuli hafa beinan aðgang að jarðskjálftagögnum svo að segja um leið og þau birtast hjá Veðurstofunni. Við sem ekki störfum á Veðurstofunni höfum þannig getað fylgst vel með þróun skjálftavirkni undir eldfjöllum og í brotabeltum landsins á rauntíma. Hinn vel upplýsti og áhugasami Íslendingur getur þannig skoðað og túlkað gögnin um leið og þau berast til járðskjálftafræðinganna. Svona á það að vera, og jarðeðlisfræðigögn eiga að vera jafn aðgengileg og gögn um veður á landinu, einkum ef tekið er tillit til þess að þessum gögnum er safnað fyrir almannafé á ríkisstofnun.  

Auk jarðskjálftagagnanna hefur Veðurstofan einnig safnað tölum um GPS mælingar á landinu. Þær eru ómissnadi fyrir þá, sem vilja að fylgjast með láréttum eða lóðréttum hreyfingum jarðskorpunnar undir okkur og undir eldfjöllunum. Að sumu leyti eru GPS mælingarnar enn mikilvægari en skjálftagögnin, því skorpuhreyfingar eru afgerandi og geta verið mikilvægar til að segja fyrir um kvikuhreyfingar og jafnvel eldgos. Þetta var sérstaklega áberandi í umbrotunum í Bárðarbungu og Holuhrauni nýlega.

En svo gerist það, að í miðjum klíðum, einmitt þegar mest gekk á í Bárðarbungu og Holuhrauni, þá slekkur Veðurstofan á GPS vefnum. Í staðinn koma þessi skilaboð: “Nýr vefur er varðar GPS mælingar er í smíðum.” Síðustu gögni sem eru birt eru nú orðin meir tveggja ára gömul: “Last datapoint 18. Jun 2014”.

Hvers vegna ríkir þessi þögn? Yfirleitt þegar nýr vefur er í smíðum, þá er notast við gamla vefinn þar til daginn sem sá nýi er tilbúinn og þá er engin hætta á að aðgengi af gögnum sé rofið. Svo er ekki há Veðurstofunni. Getur það verið að Veðurstofan sé að dunda við að smíða nýan vef í meir en tvö ár? Getur það verið að Veðurstofan vilji loka aðgengi að þessum GPS gögnum af einhverjum annarlegum ástæðum? Vilja þeir koma í veg fyrir að aðrir vísindamenn hafi gagn af? Það væri sennilega lögbrot fyrir opinbera stofnun sem þessa, enda erfitt að ímynda sér að slíkt hugarfar ríki þar í bæ …. en hver veit?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Haraldur

þar sem ég ber ábyrgð á rekstri GPS mælanets veðurstofunnar þá tel ég mér skylt að svara þessari færslu þinni. 

"Getur það verið að Veðurstofan vilji loka aðgengi að þessum GPS gögnum af einhverjum annarlegum ástæðum? Vilja þeir koma í veg fyrir að aðrir vísindamenn hafi gagn af? Það væri sennilega lögbrot fyrir opinbera stofnun sem þessa, enda erfitt að ímynda sér að slíkt hugarfar ríki þar í bæ …. en hver veit?"

Dylgjur eru ekki sæmandi virtum vísindamanni !!!!!

En fyrir utan síðustu setninguna þá á þessi gagnrýni fullan rétt á sér og ég veit fullkomlega upp á mig skömmina með að GPS tímaraðir hafa ekki verið aðgengilegar. Ég veit líka að það hefur örugglega ekki verið auðvelt að ná í mig því spurningar fara í gengum beiðnakerfi og það er undir hælinn lagt hvort og hvenær ég svara þeim. En það er hægt að senda mér tölvupóst beint, líklegra til árangurs.  

tímaraðamyndir eru aðgengilegar á vefnum:

fyrstu drög að því að sýna tímaraðir tengdar einstaka eldstöðvakerfum og brotabeltunum er hér "http://brunnur.vedur.is/gps/"  þessi síða er á algjöru frumstigi en þarna eru tímaraðir sem uppfærast daglega. þarna eru engar skýringar á neinu en þú getur séð tímaraðir í nágrenni einstakra eldstöðvakerfa í viðmiðunarkerfi Norður Ameríkuflekans annars vegar og Evrasíu flekans hinns vegar (þ.e. ég hef dregið flekahraðana frá tímröðunum þannig að þú sérð færslur þarna tengdar aflögun á flekaskilum, fargbreytinga á jöklum, og eldfjallamerki o.frv. það þarf mikla úrvinnslu og módeleringar til að aðskilja þessi mismunandi merki). 

 þú getur líka séð allar GPS tímaraðir á "http://brunnur.vedur.is/pub/gps/timeseries/" þarna eru allar tímaraðir sem ég geri. þær hafa standard nafn. STAT-ref-length.png: STAT er stutnefni stöðvar, ref er viðmiðunarkerfi (ITRF2008: viðminurkerfið sem kemur beint úr úrvinnslunni, ekki mjög gagnlegt  og plate: flekahraðar dregnir frá hráu tímaröðunum) og lenth er hve langt aftur tímaröðin nær (90d, year og full, skýrir sig vonandi sjálft). 

þetta er allt að uppfærast sjálfvirkt og er opið enn alveg hrátt og ekki birtingarhæft ennþá. 

Ef ég má, þá langar mig að skýra stöðu okkar aðeins (án þess að afsaka mig mikið). Þó gagnrýnin þín sé rétmæt þá finnst mér hún mjög ósanngjörn gagvart okkur. Við höfum verulega takmarkaðan mannskap til umráða.

Samfellda GPS mælanetið telur nú yfir 90 stöðvar. Við viðhöldum þessum stöðvum, og vinnum úr gögnunum og eftirávinnum þau til að hægt sé að túlka tímaraðirnar. mannskapurinn sem kemur að þessum rekstri daglega er Ég, UT maður, tæknimenn og nemi sem hefur verið í hlutastarfi.

Ég get ekki lýst vinnu okkar í smáatriðum en þér velkomið að tala við okkur og fá nákvmæma útlistun á því sem við erum að vinna að. En smá útdráttur. 

Ég ber meginábyrgð á þessu kerfi og eyði líklega mestum tíma í það. Samt er þó varla nema 40-50 % af mínum tíma sem fer í  beina vinnu við túlkun, úrvinnslu, framsetningu, viðhald netsins og endurnýjun. Hluti af tíma mínum fer í að afla tekna en ef þú hefur skoðar fjármál veðurstofunnar kemstu að því að einungis 1/3 af rekstrafé stofnunarinnar er á fjárlögum sem dreyfist á alla starfsemi hennar, 1/3 er sjálfaflafé og 1/3 kemur frá ICAO og er okkur jarðvísindafólkinu fullkomlega óaðgengilegt. það fer því talsverður tími í að afla fjár í þennan 1/3 hluta. Ef hann væri ekki til staðar væri líklega ekkert skjálfta, GPS eða gas mælanet á veðurstofunni. T.d má nefna að uppsetningar á stöðvum í gliðnunarhrinunni í Bárðarbungu og síðar Holuhraunsgosinu  voru aðeins að hluta fjármagnaðar af ríkinu. Meira en helmingur af þeim GPS stöðvum sem settar voru upp við Bárðarbungu, Öskju (holuhraun) og Kverkfjöllum var fjármagnaður í gegn um samstarf VÍ og HÍ við bandarískan háskóla sem fékk NSF styrk. það er því augljóst að umsóknarskrif taka mikinn tíma ásamt ýmsu öðru líka. En sú vinna er líka grundvöllur fyrir því að við getum haldið netinu gangandi og t.d. erum við að vona að fá fjármagn verkefni sem snýr að rauntímaúrvinnslu sem gæti með tímanum orðið hluti af snemviðvörunarkerfi fyrir eldgos og stutt þar með við skjálfta og gasmælingar. Við erum einnig að vinna að því að draga út rakaupplýsingar úr GPS gögnunum til að hægt sé að nota í veðurspár o.s.frv. 

UT maður vinnur með mér að tölvuhluta rekstursins. Hann þróar og rekur (ásamt mér) sjálfvirkt kerfi sem heldur utan um ástand stöðva, sækir gögn og heldur almennt utan um þær upplýsingar sem við þurfum að halda utan í tengslum við netið. Hann hefur einnig reynt að halVeðurstofu Íslandsda uppi vesíðunni en við erum að vinna að verulega miklum breytingum á þessum hlutum og vefsíðan er bara hluti af þeim (sem hefur setið á hakanum). þessi UT maður er kanski að sinna GPS netinu 20-30 % af tíma sínum því hann þarf að sinna fullt af öðru eins og Gas mælingum verkefnum tengdum utanaðkomandi fjáröflun o.s.frv.

Ég hugsa að nánast allur tíminn sem við eyðum í að þróa þessi kerfi okkar áfram (umfram rekstur) sé utan vinnutíma. 

Tæknimenn sinna netinu samhliða Skjálftanetinu og er það kanski 20-40 % af fullu starfi tímalega séð.

Síðan er stúdent sem hefur unnið með okkur í GPS í hlutavinnu en hluti af hennar námi er að setja upp úrvinnsu sem skoðar færslur örar en bara á sólahringsfresti. Hún er líka að vinna á vöktum á VÍ og þannig að hennar tími GPS er takmarkaður líka.

Svo koma ýmsir aðrir að afmörkuðum þáttum, en þeir eru allir í fullri vinnu við annað.

þannig að það er kanski 1 - 1.5 stöðugildi að sinna þessu neti með öllu.

Það má vel gagnrýna hvernig við forgangsröðum, eins og t.d að láta framsetningu út á við mæta afgangi, en ég get lofað þér því að við vinnum myrkranna milli við halda hlutum gangandi og bæta þá.

þannig að í sama mund og Veðurstofan er gagnrýnd með rétmætum hætti þá þarf að setja þá gagnrýni í samhengi.

T.d. má benda á að 

- fjárveitingar- og framkvæmdarvaldinu virðist finnast það í góðu lagi að helmingurinn starfseminni (utan ICAO fjármuna) sé rekinn með tímabundu rannsóknarfé sem er undir hælinn lagt hvað dugar lengi og hvort fæst endurnýjað. En samt virðist hlutur ríkisins minka ár frá ári

- Við erum alls ekki að ná að vakta öll eldfjöll almennilega en við erum samt alltaf undir þrýstingi að skera niður netið vegna fjárskorts. 

- Við raunar lifum á reglubundum eldgosum. Sem eru einu tímabilin sem Veðurstofan virðist fá skilning hjá fjárveitingarvaldinu á þörf fyrir vöktun. þess á milli eigum við sjálfsagt bara að vera sofandi eins og eldfjöllin. 

Ég veit ekki hver er  ástæðan fyrir þessu en kanski endurspeglast hún í því sem virðist fullkominn vannþekking (allvega sumra) þingmanna á starfsemi veðurstofunnar t.d. fyrir 2 eða 3 árum lét ónefndur formaður fjárlaganefndar falla gjörsamlega fráleit umæli um óþarflega marga veðurfræðinga á veðurstofunni, hún virtist halda að öll starfsemi VÍ snérist bara um að lesa veðurfréttir í sjónvarpi. maður veit ekki einu sinni hvað maður á að segja þegar hátt settir þingmemn sýna af sé slíka fáfræði. 

Allavega, samhliða rétmætri gagnrýni á Veðurstofuna þarf því líka að beina spjótunum að þeim sem stýra getu stofnunarinnar til að sinna skyldum sínum. Ef veðurstofan er svelt af fjármagni og mannskap þá bregst hún okkur

kv

Benedikt G. Ófeigsson, 

Benedikt Ofeigsson (IP-tala skráð) 5.9.2016 kl. 00:00

2 identicon

Sæll Haraldur

þar sem ég ber ábyrgð á rekstri GPS mælanets veðurstofunnar þá tel ég mér skylt að svara þessari færslu þinni. 

"Getur það verið að Veðurstofan vilji loka aðgengi að þessum GPS gögnum af einhverjum annarlegum ástæðum? Vilja þeir koma í veg fyrir að aðrir vísindamenn hafi gagn af? Það væri sennilega lögbrot fyrir opinbera stofnun sem þessa, enda erfitt að ímynda sér að slíkt hugarfar ríki þar í bæ .. en hver veit?"

Dylgjur eru ekki sæmandi virtum vísindamanni !!!!!

En fyrir utan síðustu setninguna þá á þessi gagnrýni fullan rétt á sér og ég veit fullkomlega upp á mig skömmina með að GPS tímaraðir hafa ekki verið aðgengilegar. Ég veit líka að það hefur örugglega ekki verið auðvelt að ná í mig því spurningar fara í gengum beiðnakerfi og það er undir hælinn lagt hvort og hvenær ég svara þeim. En það er hægt að senda mér tölvupóst beint, líklegra til árangurs.  

tímaraðamyndir eru aðgengilegar á vefnum:

fyrstu drög að því að sýna tímaraðir tengdar einstaka eldstöðvakerfum og brotabeltunum er hér "http://brunnur.vedur.is/gps/"  þessi síða er á algjöru frumstigi en þarna eru tímaraðir sem uppfærast daglega. þarna eru engar skýringar á neinu en þú getur séð tímaraðir í nágrenni einstakra eldstöðvakerfa í viðmiðunarkerfi Norður Ameríkuflekans annars vegar og Evrasíu flekans hinns vegar (þ.e. ég hef dregið flekahraðana frá tímröðunum þannig að þú sérð færslur þarna tengdar aflögun á flekaskilum, fargbreytinga á jöklum, og eldfjallamerki o.frv. það þarf mikla úrvinnslu og módeleringar til að aðskilja þessi mismunandi merki). 

þú getur líka séð allar GPS tímaraðir á "http://brunnur.vedur.is/pub/gps/timeseries/" þarna eru allar tímaraðir sem ég geri. þær hafa standard nafn. STAT-ref-length.png: STAT er stutnefni stöðvar, ref er viðmiðunarkerfi (ITRF2008: viðminurkerfið sem kemur beint úr úrvinnslunni, ekki mjög gagnlegt  og plate: flekahraðar dregnir frá hráu tímaröðunum) og lenth er hve langt aftur tímaröðin nær (90d, year og full, skýrir sig vonandi sjálft). 

þetta er allt að uppfærast sjálfvirkt og er opið enn alveg hrátt og ekki birtingarhæft ennþá. 

Ef ég má, þá langar mig að skýra stöðu okkar aðeins (án þess að afsaka mig mikið). Þó gagnrýnin þín sé rétmæt þá finnst mér hún mjög ósanngjörn gagvart okkur. Við höfum verulega takmarkaðan mannskap til umráða.

Samfellda GPS mælanetið telur nú yfir 90 stöðvar. Við viðhöldum þessum stöðvum, og vinnum úr gögnunum og eftirávinnum þau til að hægt sé að túlka tímaraðirnar. mannskapurinn sem kemur að þessum rekstri daglega er Ég, UT maður, tæknimenn og nemi sem hefur verið í hlutastarfi.

Ég get ekki lýst vinnu okkar í smáatriðum en þér velkomið að tala við okkur og fá nákvmæma útlistun á því sem við erum að vinna að. En smá útdráttur. 

Ég ber meginábyrgð á þessu kerfi og eyði líklega mestum tíma í það. Samt er þó varla nema 40-50 % af mínum tíma sem fer í  beina vinnu við túlkun, úrvinnslu, framsetningu, viðhald netsins og endurnýjun. Hluti af tíma mínum fer í að afla tekna en ef þú hefur skoðar fjármál veðurstofunnar kemstu að því að einungis 1/3 af rekstrafé stofnunarinnar er á fjárlögum sem dreyfist á alla starfsemi hennar, 1/3 er sjálfaflafé og 1/3 kemur frá ICAO og er okkur jarðvísindafólkinu fullkomlega óaðgengilegt. það fer því talsverður tími í að afla fjár í þennan 1/3 hluta. Ef hann væri ekki til staðar væri líklega ekkert skjálfta, GPS eða gas mælanet á veðurstofunni. T.d má nefna að uppsetningar á stöðvum í gliðnunarhrinunni í Bárðarbungu og síðar Holuhraunsgosinu  voru aðeins að hluta fjármagnaðar af ríkinu. Meira en helmingur af þeim GPS stöðvum sem settar voru upp við Bárðarbungu, Öskju (holuhraun) og Kverkfjöllum var fjármagnaður í gegn um samstarf VÍ og HÍ við bandarískan háskóla sem fékk !

NSF styrk. það er því augljóst að umsóknarskrif taka mikinn tíma ásamt ýmsu öðru líka. En sú vinna er líka grundvöllur fyrir því að við getum haldið netinu gangandi og t.d. erum við að vona að fá fjármagn verkefni sem snýr að rauntímaúrvinnslu sem gæti með tímanum orðið hluti af snemviðvörunarkerfi fyrir eldgos og stutt þar með við skjálfta og gasmælingar. Við erum einnig að vinna að því að draga út rakaupplýsingar úr GPS gögnunum til að hægt sé að nota í veðurspár o.s.frv. 

UT maður vinnur með mér að tölvuhluta rekstursins. Hann þróar og rekur (ásamt mér) sjálfvirkt kerfi sem heldur utan um ástand stöðva, sækir gögn og heldur almennt utan um þær upplýsingar sem við þurfum að halda utan í tengslum við netið. Hann hefur einnig reynt að halVeðurstofu Íslandsda uppi vesíðunni en við erum að vinna að verulega miklum breytingum á þessum hlutum og vefsíðan er bara hluti af þeim (sem hefur setið á hakanum). þessi UT maður er kanski að sinna GPS netinu 20-30 % af tíma sínum því hann þarf að sinna fullt af öðru eins og Gas mælingum verkefnum tengdum utanaðkomandi fjáröflun o.s.frv.

Ég hugsa að nánast allur tíminn sem við eyðum í að þróa þessi kerfi okkar áfram (umfram rekstur) sé utan vinnutíma. 

Tæknimenn sinna netinu samhliða Skjálftanetinu og er það kanski 20-40 % af fullu starfi tímalega séð.

Síðan er stúdent sem hefur unnið með okkur í GPS í hlutavinnu en hluti af hennar námi er að setja upp úrvinnsu sem skoðar færslur örar en bara á sólahringsfresti. Hún er líka að vinna á vöktum á VÍ og þannig að hennar tími GPS er takmarkaður líka.

Svo koma ýmsir aðrir að afmörkuðum þáttum, en þeir eru allir í fullri
vinnu við annað.


þannig að það er kanski 1 - 1.5 stöðugildi að sinna þessu neti með öllu.


Það má vel gagnrýna hvernig við forgangsröðum, eins og t.d að láta framsetningu út á við mæta afgangi, en ég get lofað þér því að við vinnum myrkranna milli við halda hlutum gangandi og bæta þá.

þannig að í sama mund og Veðurstofan er gagnrýnd með rétmætum hætti þá þarf að setja þá gagnrýni í samhengi.

T.d. má benda á að 

- fjárveitingar- og framkvæmdarvaldinu virðist finnast það í góðu lagi að helmingurinn starfseminni (utan ICAO fjármuna) sé rekinn með tímabundu rannsóknarfé sem er undir hælinn lagt hvað dugar lengi og hvort fæst endurnýjað. En samt virðist hlutur ríkisins minka ár frá ári

- Við erum alls ekki að ná að vakta öll eldfjöll almennilega en við erum samt alltaf undir þrýstingi að skera niður netið vegna fjárskorts. 

- Við raunar lifum á reglubundum eldgosum. Sem eru einu tímabilin sem Veðurstofan virðist fá skilning hjá fjárveitingarvaldinu á þörf fyrir vöktun. þess á milli eigum við sjálfsagt bara að vera sofandi eins og eldfjöllin. 

Ég veit ekki hver er  ástæðan fyrir þessu en kanski endurspeglast hún í því sem virðist fullkominn vannþekking (allvega sumra) þingmanna á starfsemi veðurstofunnar t.d. fyrir 2 eða 3 árum lét ónefndur formaður fjárlaganefndar falla gjörsamlega fráleit umæli um óþarflega marga veðurfræðinga á veðurstofunni, hún virtist halda að öll starfsemi VÍ snérist bara um að lesa veðurfréttir í sjónvarpi. maður veit ekki einu sinni hvað maður á að segja þegar hátt settir þingmemn sýna af sé slíka fáfræði. 

Allavega, samhliða rétmætri gagnrýni á Veðurstofuna þarf því líka að beina spjótunum að þeim sem stýra getu stofnunarinnar til að sinna skyldum sínum. Ef veðurstofan er svelt af fjármagni og mannskap þá bregst hún okkur

kv

Benedikt G. Ófeigsson

Benedikt Ofeigsson (IP-tala skráð) 5.9.2016 kl. 00:09

3 identicon

Merkilegt ad skrifa svona pistil og syna svo gamla mynd fengin arid 2014 af GPS sidu Haskola Islands eftir thvi sem eg best get sed.  Myndin er reynar klippt og algjorlega omerkt.  Graeni punkturinn synir sidasta gagnapunkt fengin med hradri urvinnslu en gogn eru gerd adgengileg a Islandi i naer rauntima sem er mjog gott!  Sida Haskolans er enn virk og hefur verid adgengileg ollum fra thvi 2010 og eg skil thvi ekki alveg hvernig stendur a thessum pistli nuna. Adgengi hefur ekkert breyst sidan thessi mynd var fengin af vefnum. Her er td timarod fra Mohalsadal http://strokkur.raunvis.hi.is/gps/MOHA_08.png    

Thad er mikil vinna ad koma gognum vel til skila og tharf ad vera vel ad verki stadid til ad thau seu ekki misskilin i medferd theirra sem ekki thekkja vel til.  T.d. hefur snjor ahrif a GPS maelingar.  Vedurstofan hefur verid ad vinna mjog mikilvaegt starf i ad setja upp stodvar, halda stodvum gangandi og fa gogn i baeinn i naer rauntima sem er alls ekki audvelt a Islandi og a thar thakkir skilid!  Thad er ekki litid verk ad halda uti rumlega hundrad CGPS stodvum. Thad er god samvinna a milli Haskola Islands og Vedurstofunnar en eg veit ad Vedurstofan hefur verid ad vinna hordum hondum ad thvi ad gera nidurstodu maelinga einnig sem adgengilegastar a sinum vef. En ad sjalfsogdu verdur fyrst og sidast ad passa ad stodvar seu i gangi, gognin nai ad koma i baeinn og ad nidurstodur urvinnslu seu adgeng theim sem standa a vakt allan solarhringinn.  Kvedja Sigrun

Sigrun Hreinsdottir (IP-tala skráð) 5.9.2016 kl. 02:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband