Fjórir flekar á hreyfingu

Fjórir flekarÉg hef áður minnst á, að orsök jarðskjálftans mikla í Japan er sig Kyrrahafsflekans undir Japan.  En ég varaði mig á að geta ekki hvaða fleka hann sígur undir.  Það eru hvorki meira né minna en fjórir flekar á svæðinu umhverfis og undir Japan, svo málið er flókið.  Myndin til hliðar sýnir flekamótin, milli Kyrrahafsflekans að austan, Asíuflekans (Eurasian plate) fyrir vestan, Filipseyjaflekans í suðri og svo er flís af Norður Ameríkuflekanum í norðri. Flekarnir rekast á, skríða undir hvorn annan og þvælast fyrir hovr öðrum eins og ísjakar á stóru fljóti í leysingum. En það var einmitt sig Kyrrahafsflekans undir Norður Ameríkuflekann, sem orsakaði jarðskjálftann.  Vel á minnst: þeir sem búa á vestur hluta Íslands eru einnig á Norður Ameríkuflekanum.  Litli púnkturinn á myndinni merkir upptök skjálftans. Stóri hringurinn súynir spennusvið í jarðskorpunni, tengt skjálftanum. Það sýnir sig niður til aust-norðausturs.Eins og að ofan getur, þá er meðalhraði Kyrrahafsflekans 8 til 9 sm á ári.  Það er mikilvægt að taka það fram, að þetta er aðeins meðalhraðinn, mældur yfir þúsundir ára. Hins vegar getur flekinn staðið í stað lengi, en tkið svo stóran kipp.  Óstaðfestar fréttir herma, að Japan hafi færst til um 2,4 metra, og að möndull jarðar hafi einnig færst til um 25 sentimetra í jölfar skjálftans.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Þakka þér fyrir þessa skýringarmynd, Haraldur. Ekki vissi ég að Japan væri á N-Ameríkuflekanum - hélt að japönsku eyjarnar væru á einhverju eigin flekabroti.

En mér hefur þó skilist að Japan sé á milli "steins og sleggju". Að Asíuflekinn þrýsti á að vestan jafnt og Kyrrahafsflekinn að austan? Eru til einhverjar spár sem segja til um hvað endanlega verður um þessa flís af NA flekanum?

Kolbrún Hilmars, 12.3.2011 kl. 18:11

2 identicon

Í hvaða átt færðist þá möndull jarðar?

Eru við austar eða sunnar núna?

Guðrún J. (IP-tala skráð) 12.3.2011 kl. 21:29

3 Smámynd: Haraldur Sigurðsson

Guðrún: Skjálftinn breytir ástandi jarðskorpunnar í Japan. Það hefur áhrif á þyngdarsvið jarðarinnar og snúning hennar. Samlíkingin við skautadrottningu er góð:  hún er á skautum og snýst á miklum hraða í marga hringi. Ef hún dregur að sér handleggina, þá fer hún enn hraðar, vegna þess að hún hefur breytt þyngdarsviði sínu.  Á sama hátt hefur snöggur flutningur á jarðskorpunni áhrif á snúning jarðar.  Hún snýst aðeins hraðar. Þetta hefur gerst áður eftir nokkra mjög stóra jarðskjálfta.  Áhrifin eru því meir á snúningshraða (og þess vegna á lengd sólarhringsins), en ekki staðsetningu okkar á plánetunni.

Haraldur Sigurðsson, 12.3.2011 kl. 21:52

4 identicon

Sæll

Getur verið þó langsótt sé að sá litli órói sem verið hefur á Íslandi eftir skjálftan í Japan sé afleiðing hreyfingar á N-Ame. flekanum þarna suðurfrá?

Reinhold Richter (IP-tala skráð) 15.3.2011 kl. 14:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband