Nýjustu færslur
- Goslok í Sundhnúksgígaröðinni?
- Storknun kvikugangsins er að draga úr kvikurennsli.
- Frekari skýring á kvikurennsli og spá um goslok.
- Endurnýjuð spá um goslok í Sundhnúksgígaröðinni.
- Einföld spá um lok umbrota í Grindavík
- Styrkið vísindin til að verjast náttúruhamförum
- Lárétt kvikuinnskot og dýpi jarðskjálfta (framhald)
- Lárétt kvikuinnskot og dýpi jarðskjálfta
- Annus Horribilis
- Hraunkæling mun ekki virka á svona hraun
- Fagurt sprungugos
- Það er búið að opna glufu
- Eldfjallafræðingur með kímnigáfu
- Gestablogg frá Árna B. Stefánssyni, augnlækni
- Hvorir eru betri á Reykjanesið og Grindavík: Innfluttir ítal...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 34
- Sl. viku: 141
- Frá upphafi: 1322329
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 113
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
- Viðtal Stöð 2 Eyjan
- Haraldur aftur á 6ö Minutes
- Eldfjallasafn
- Der Spiegel viðtal Hér ræðir Der Spiegel við Harald um eldfjöll
- Tambora
- Santóríni
- Kastljós 2012 Hverir á hafsbotni
- Tambora 1815
- Iceland Review viðtal
- ESSI Vefsíða ESSI
- National Geographic Þríhnúkagígur
- Haraldur í USA Today
- RUV Uppruni Vatns
- http://<iframe width=
- Laugardags Haraldur talar við Egil Helgason
- Laugardags Haraldur talar við Egil Helgason
- Laugardagsviðtalið Haraldur með Agli Helgasyni
Eldri færslur
- Júlí 2024
- Maí 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Júlí 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Febrúar 2020
- Nóvember 2019
- Ágúst 2019
- Mars 2019
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júní 2016
- Apríl 2016
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Desember 2013
- Maí 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
Nóv. 2024
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
- stjornuskodun
- loftslag
- omarbjarki
- emilhannes
- agbjarn
- postdoc
- nimbus
- hoskibui
- turdus
- apalsson
- stutturdreki
- svatli
- greindur
- askja
- juliusvalsson
- tryggvigunnarhansen
- redlion
- kamasutra
- vey
- blossom
- aslaugas
- agny
- annaeinars
- hekla
- brandurj
- gisgis
- einarorneinars
- elfarlogi
- fornleifur
- gessi
- miniar
- helgigunnars
- himmalingur
- kolgrimur
- keli
- brenninetla
- jokapje
- thjodarskutan
- thaiiceland
- photo
- kollakvaran
- hringurinn
- kristjan9
- maggadora
- marinomm
- nhelgason
- 123
- hross
- duddi9
- sigurfang
- summi
- ursula
- villagunn
Minnkandi órói í gosinu á Fimmvörðuhálsi
28.3.2010 | 19:17
Ég hef verið fjarverandi og ekki bloggað undanfarið, en hér eru frekari bollaleggingar varðandi Eyjafjallajökul og gosið á Fimmvörðuhálsi. Línuritið sem fylgir með sýnir óróa á stöðinni á Goðabungu, skammt fyrir austan eldgosið. Takið eftir að órói fer minnkandi síðustu tvo dagana. Ég tel að órói sé einn besti mælikvarði á gang gossins. Órói orskast af flæði eða straumi hraunkvikunnar upp gosrásina og er nokkurn veginn í beinu hlutfalli við magn kviku sem streymir upp á yfirborðið. Mér sýnist að órói hafi minnkað um 10% síðustu tvo dagana. Það er ekki mikið, en það kann að benda til að gosið sé búið að ná toppnum og fari nú að minnka verulega.
Einnig læt ég fylgja með merkilegt kort, sem er reiknilíkan frá Veðurstofunni. Það sýnir hugsanlega dreifingu hraunsins, EF gosið heldur áfram, þá mun hraunið flæða niður í Þórsmörk, eins og kortið sýnir. Ég var í Hvannárgili í gær en kommst ekki að hrauninu fyrir myrkur.
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkur: Eyjafjallajökull | Breytt 29.3.2010 kl. 12:58 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Færsluflokkar
- Aska og flug
- Askja
- Bandaríkin
- Bárðarbunga
- Bergfræði
- Berggangar
- Eldfjallagas
- Eldfjallalist
- Eldgos
- Elfjöll í geimnum
- Endalok vaxtar
- Eyjafjallajökull
- Ferðalög
- Grænland
- Hafið
- Hagur
- Hekla
- Jarðeðlisfræði
- Jarðefni
- Jarðfræðikort
- Jarðhiti
- Jarðskjálftar
- Jarðskorpan
- Jarðsköpun
- Katla
- Kjarninn
- Loftslag
- Loftsteinar
- Mannfræði
- Mars
- Menning og listir
- Möttullinn
- Plánetur
- Rabaul
- Reykjanes
- Santóríni
- Snæfellsnes
- Tindfjallajökull
- Vestmannaeyjar
- Vesúvíus
- Vísindi og fræði
- Yellowstone
Athugasemdir
Ég hef nú haft þetta á tilfinningunni. Finnst þetta hafa rénað talsvert. Ég hef þó ekkert annað að styðjast við en fréttir frá veðurstofunni og það að kíkja á myndirnar hjá Mílu annað slagið. Það hefur raunar ekkert fútt verið í þessu frá fyrsta degi. Sem er jú gott mál. Kannski þetta virki eins og ventill, sem velur því að við geturm verið róleg í 30ár enn.
Hvað helur þú um framhalið? Fyrir Kötlugos þá hefur verið gríðarleg ókyrrð. Lýsingarnar eru þannig að jörðin skjálfi út í eitt, svo fólki fannst einsog það væri í vöggu. Er eitthvað sem bendir til framhalds á þessu?
Það er stórt kvikuhólf unir Kötlu og á hitamynd má sjá að það er talsvert ofarlega og spannar næstum allan gíginn. Nú eru þetta óteng kerfi. Hvernig getur svona spýja haft áhrif á kvikuhólf, sem er ótengt þessu?
Jón Steinar Ragnarsson, 28.3.2010 kl. 19:39
Ef eitthvað samband er á milli Kötlugosa og virkni í Eyjafjallajökli, þá er það svo alvarlegt mál, að nú er nauðsynlegt að líta á Kötlu sem mjög hættulegt eldfjall, eins og Páll Einarsson, Freysteinn Sigmundsson og fleiri jarðeðlisfræðingar hafa bent á. Kvikuinnskotin sem hafa orðið undir Eyjafjallajökli frá ársbyrjun hafa myndað flókið kerfi af laggöngum og öðrum innskotum á um 5 til 10 km dýpi undir fjallinu, og er form þess linnskotakerfis sennilega eins og jólatré, með ótal greinum frá einum megin stofni. Það er hugsanlegt að kvikuhlaup geti farið frá þessu "tré" til austurs á miklu dýpi í skorpunni og inn í hina stóru og grunnu kvikuþró Kötlu, sem er á um 1,5 til 3 km dýpi. Það gæti hleypt Kötlu gömlu af stað. En, engir skjálftar eru nú undir Kötlu, og allt virðist rólegt í bili. Ég mun blogga um það frekar síðar.
Haraldur Sigurðsson, 28.3.2010 kl. 21:42
Ekki þykir mér þetta kort merkilegt, Haraldur. Jafnvel flestir áttuðu sig á því að hraunið muni ná niður á Krossáreyrar fyrr eða síðar. Það þurfti ekki „líkan“ til.
Það sem líkanið áttar sig ekki á né vísindamenn sem þekkja margir lítt til á þessum slóðum er að hraunið mun án efa beygja til vinstri eftir að hafa komið út úr Hvannárgili. Ástæðan er sú að framburður Hvannár hefur í áratugi hlaði upp efni fyrir framan gilið og myndað nokkurs konar „bungu“.
Seigfljótandi hraunið mun þá líklega leita til annarar hvorrar hliðarinnar. Verði sú vinstri fyrir „valinu“ mun hraunstraumurinn halda áfram sunnan við Stakk og eftir veginum.
Leiti hraunið beint áfram í áttina að Valahnúk eða til hægri þá endar það í Krossá og vegna kælingar hennar og hallans þar verður vinstri beygja tiltölulega eðlileg. Á þessum slóðum er talsverður straumur í Krossá vegna hallans í landinu, raunar meiri straumur en ofar.
Fyrir sunnan Gölt, norðan við Ytra-Hrunárgil, er talsverður halli á landslaginu. Það má marka af straumnum sem þar hefur verið í Hrunaá frá síðustu vatnavöxtum sem sviftu burtu göngubrúnni. Þar finnst mér miklu meiri líkur á því að hraunið beygi hratt til vinstri og haldi undan hallanum í landinu frekar en að það fari alveg yfir Krossáreyrar eins og líkanið ætlar.
Hrunaá er svo óskaplega vatnsmikil að Krossá er bara smálækur í samanburðinum. Sama á stundum við Hvanná, hún getur verið mjög vatnsmikil þó oft sé hún afar friðsöm.
En svo getur bara verið að leikmaður eins og ég lesi vitlaust í landslagið eða þá að nú sé að draga úr eldsumbrotunum og hraunið komist aldrei út úr þessum tveimur gilum. Það væri fínt.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 28.3.2010 kl. 21:44
Það er rétt að benda á, að hraunið er apalhraun (sú staðreynd hefur ekki komið fram áður) og mun renna allþykkt, sennilega um 5 til 10 m, og fremur seigt. Líkanið er einungis útreikningur byggður á einföldu dæmi og núverandi landslagi, en slík líkön eru gagnleg til að sýna hvað er sennilegt EF hraunrennsli er það mikið að það nái eyrum Krossár. Líkanið tekur fyllilega til greina núvernadi landslag. Framtíðin mun ein skera úr um gildi líkansins.
Haraldur Sigurðsson, 28.3.2010 kl. 22:00
Það er varahugavert að áætla sem svo að eldgosinu sé að fara að ljúka. Sagan segir okkur að Eyjafjallajökull á það til að það dragi úr eldgosinu, jafnvel að það liggi niðri á tímabilum, sem er þó lýsing sem ég set spurningarmerki við.
Það hafa ennfremur verið talsverðar sveiflur í eldgosinu sjálfu síðan það hófst. Vindhávaði á mælum Veðurstofunar hefur einnig eitthvað að segja með hvernig óróaplottið kemur fram. Að mínu máliti þá er ekkert sem bendir til þess að það sé farið að draga úr þessu eldgosi. Ég reyndar reikna með að eldgosið muni aukast á næstunni og jafnvel nýjar gossprungur opnast á þessu svæði. Hef ég þá til grundvallar þá jarðskjálfta sem þarna hafa orðið á þessu svæði síðan eldgosið hófst, en margir af þessum jarðskjálftum eru á ~100 metra dýpi og ná jafnvel stærðinni ML2.7. Síðan hefur einnig borið talsvert á mjög djúpum jarðskjálftum, einn sá dýpsti kom fram í dag, en það var jarðskjálfti sem var ML1.6 og var dýpi hans 24.7km.
Jón Frímann (IP-tala skráð) 28.3.2010 kl. 22:21
Eins og sjá má að ofan, þá benti ég á að nú væri ef til vill að draga úr gosinu. Það er ekki þar með sagt að því sé að ljúka. Annars er mín reynsla sú, að eldgos byrja yfirleitt stór og dvína smátt og smátt. Það eru frekar fáar undantekningar frá þeirri hegðun.
Haraldur Sigurðsson, 28.3.2010 kl. 22:30
Sælir - ég er að vinna í síðu á léninu eldgos.is sem ég á, keypti það "fyrir tilviljum viku áður en gosið hófst! Það segir sig nú kannski sjálft um hvað sú síða er. Eldgos á Íslandi, fyrst og fremst fyrir leikmenn en með fræðilegu ívafi. gossaga á nútíma, annálar og umfjöllun um öll helstu eldstöðvakerfi landsins. Þetta verður vönduð síða, ekki gerð í hagnaðarskini, fyrst og fremst af áhuga. Það verða reglulegar fréttir, umræða ofl. Það eina sem veldur mér áhyggjum er skortur á góðum myndum. Auðvitað ekkert mál að týna þær upp af netinu en það getur kostað vandræði. þannig að ég bið alla sem "vetlingi geta valdið" að senda mér myndir af Íslenskum eldfjöllum á emailið svordtail@yahoo.com - öll aðstoð vel þegin :) Ég geri mér vonir um að koma síðunni upp í vikunni, allavega grunninum.
Óskar, 28.3.2010 kl. 22:38
Ég gekk fimmvörðuháls um helgina að eldstöðinni . Þetta yfirlitskort er því fróðlegt að skoða fyrir leikmann. Maður hafði þó blendnar tilfinningar til Mýrdalsjökuls sér á hægri hönd á leiðinni upp. En fagurt er svæðið svo ekki sé meira sagt.
Jonas (IP-tala skráð) 28.3.2010 kl. 22:47
Varðandi kortið fyrir ofan, þá er rétt að benda á, að gula línan er gossprungan, en hvíta línan eru útlínur hraunsins fyrir nokkrum dögum. Rauðu svæðin er hugsanleg útbreiðsla hraunisns, en bláa svæðið er mun ólíklegri útbreiðsla. Kortið vann Esther Hlíðar Jensen hjá Veðurstofunni.
Haraldur Sigurðsson, 28.3.2010 kl. 23:03
Ef hraunið rennur alla leið yfir er þá ekki kominn varnargarður sem hægir á hlaupi úr Kötlu?
Hef ekki hunds vit á þessu en vil vita allt. Takk.
Kristján Sigurður Kristjánsson, 29.3.2010 kl. 00:36
Hraun á áreyrunum í Þórsmörk mun hafa lítil áhrif á gang jökulhlaups frá Mýrdalsjökli í Kötlugosi. Enda eru nær öll jökulhlaup frá Kötlu um Múlakvísl og Jökulsá á Sólheimasandi.
Haraldur Sigurðsson, 29.3.2010 kl. 06:00
Sæll Haraldur: The following graphs also give a 'live' overview of tremor levels during the eruption:
http://hraun.vedur.is/ja/Katla2009/stodvaplott.html
http://hraun.vedur.is/ja/Katla2009/gosplott.html
For station locations, see: http://hraun.vedur.is/ja/skjalftar/silstn.html
Kveðja, Matthew (Veðurstofan)
Matthew J. Roberts (IP-tala skráð) 29.3.2010 kl. 15:05
Matthew
Many thanks for the links. These plots are much more detailed. I see they show the same trends, but that ther is a bit of an increase in tremor in the last couple of hours. You are lucky to have such an interesting job!
Haraldur
Haraldur Sigurðsson, 29.3.2010 kl. 15:51
Sæll Haraldur,
gæti skýring etv verið sú að gasríkur skammtur kvikunnar efst í hólfinu er núna að mestu leyti farinn út og gassnauðari kvika á leiðinni upp - sem myndi þýða það að kvikustrókarnir verða minni og strjálli en rólegt hraunrennsli tekur við. Ef mér skjátlast ekki þá var gosið á Heimaey eitthvað svipað - en þó ekki þegar eftir tvær vikur, heldur eftir tvo eða þrjá mánuði.
Kveðja, Richard
Richard (IP-tala skráð) 29.3.2010 kl. 21:28
Þetta er vel hugsanlegt.
Haraldur Sigurðsson, 30.3.2010 kl. 03:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.