Fyrsta kvikmyndin úr Bárðarbungu

KvikmyndEinn góðvinur þessa bloggs, sem gengur undir nafninu H. Sig, hefur gert fyrstu kvikmyndina, sem sýnir innri gerð Bárðarbungu.  Hann hefur sótt gögn um jarðskjálftavirknina undir Bárðarbungu síðan á laugardagsmorgun til vefsíðu Veðurstofunnar. Síðan gerði hann þrívíddar plott af þessum gögnum og bjó til þessa ágætu kvikmynd. Hún sýnir dreifingu skjálftanna í tíma og rúmi.  Láréttu ásarnir eru lengd og breidd, en lóðrétti ásinn er km, sem nær niður á 25 km. Takið eftir að skalinn á lóðrétta ásnum er rúmlega tvisvar sinnum stærri en á láréttu ásunum.  Myndin teygir því dálítið úr gögnunum uppá við.  Litir á púnktunum breytast með tíma, þannig að elstu skjálftarnir eru sýndir með bláum púnktum, þá gulir, brúnir og þeir yngstu rauðir púnktar.   Örin bendir í norður átt.   Slóðin á þessa 3D-mynd er:

http://gfycat.com/FaithfulRipeIntermediateegret

Smellið á þennan link til að skoða kvikmyndina.   Myndin sýnir mjög vel að jarðskjálftarnir mynda hring eða lóðréttan hólk í jarðskorpunn undir Bárðarbungu.  Þetta styður algjörlega kenningu Ekströms, sem ég hef bloggað um hér áður.  Það er mjög áhugavert hvernig skjálftarnir raða sér upp í tíma umhverfis tappann. Fyrst virðist ein hlið tappans vera að brotna, síðan önnur og svo framvegis, allan hringinn.  Það er rétt að benda á, að staðsetningar á jarðskjálftum á vef Veðurstofunnar eru mjög misjafnar að gæðum.  Eins og kemur fram þar, þá eru gæðin frá 30 til 99%.  Ekki hefur verið tekið tillit til þess í gerðar kvikmyndarinnar.  Ef lélegar staðsetningar væru teknar út, þá er líklegt að útlínur tappans verði enn skýrari.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eftirtektar vert væri að fá þrívíddar hreyfimynd með tíma einnig, mynd af tíma og rúmi (spatial and temporal), þannig að hryfinging kæmi fram fremur en hreyfing með litum.

Mikill vill altaf meira:)

Emil Bóasson (IP-tala skráð) 18.8.2014 kl. 17:31

2 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

— Eeen er virknin ekki komin miklu austar en Báraðarbungukerfið hefur verið skilgreint fram til þessa — og frekar í norður af Grímsvötnum eða suður af Öskju, en innan Bárðarbungu?
Ég sé að flestir stóru skjálftarnir eru innan Bárðarbungukerfisisn en núverndi órói og mikill fjöldi skjálfta er miklu austar en Bárðarbungukerfið hefur verið teiknað fram til þessa.
1996 varð Gjálpargosið austan við Bárðarbungu í kjölfar jarðskjálfta í Bárðarbungu en reyndist koma úr Grímsvötnum.

Helgi Jóhann Hauksson, 18.8.2014 kl. 21:52

3 identicon

Þetta virðist vera að halda áfram, svo ég bjó til nýja hreyfimynd með nýjustu gögnum frá vedur.is. Ég síaði líka út alla skjálfta með gæði undir 40%.

Finnið þetta hér:

http://gfycat.com/OptimalEvenArawana

Emil, ég ætla að leika mér aðeins með þetta á morgun sem þú minnist á.

Haftor Sig. (IP-tala skráð) 19.8.2014 kl. 22:09

4 Smámynd: Haraldur Sigurðsson

Haftor: Kærar þakkir fyrir þetta innlegg.  En ég held að það væri æskilegt að setja mörkin um gæði mun ofar en 40%.  Í verkefni af þessu tagi skiftir miklu meira máli að hafa stjórn á gæðum en fjölda.  Með auknum gæðum eru líkur á að myndin verði mun skýrari. Ég sting uppá að gæðin verði ekki minni en 60%, eða jafnvel enn ofar.

Haraldur Sigurðsson, 20.8.2014 kl. 15:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband