Útgeislun sólar er nokkuð stöðug

Útgeislun og sólblettirÚtgeislun sólar er samt ekki alveg stöðug.  Getur þessi óstöðugleiki skift máli í hnattrænni hlýnun? Einn mælikvarði um breytileikann í útgeislun er fjöldi sólbletta, sem sjást á yfirborði sólarinnar en fjöldi þeirra breytist nokkuð reglulega á ellefu ára fresti.  Það var víst Galileo Galilei sem byrjaði að telja sólbletti með nýja stjörnukíki sínum  árið 1610 en síðan hafa þeir verið taldir reglulega. Sólblettirnir geta verið allt að 200 á mánuði. Eins og myndin sýnir, þá er góð fylgni milli sólbletta og útgeislunar sólarinnar: fleiri blettir = meiri útgeislun.  Bláa línuritið er fjöldi sólbletta, en rauða línuritið fyrir ofan eru breytingar á útgeislun sólar.  Tímabilið sem er sýnt er frá 1978 til 2004.  Munurinn í ellefu ára sveiflunni er um 2 W/m2 eða tvö wött á hvern fermeter sem sólin skín á. Við könnumst öll við hitann, sem streymir frá venjulegri ljósaperu, sem er oftast um 40 wött, til samanburðar.  En þessi breytileiki á útgeislun sólar er samt aðeins um 0,1% á því tímabili, sem fylgst hefu verið með sólinni.  Er 0,1% nóg til að hafa áhrif á loftslag?  Við sjáum engar ellefu-ára sveiflur í loftslagi, sem gætu verið af þessum völdum.   Sól á móti hitaEn það eru tímabil í sögunni þar sem sólblettum hefur fækkað eða þeir jafnvel horfið.  Lengsta sólblettalausa tímibilið er nefnt Maunder minimum, frá 1645 til 1715. Það gerðist á kuldatímabilinu, sem við nefnum Litlu Ísöldina, en strax skal bent á að Litla Ísöldin var byrjuð löngu áður en sólblettir hurfu, eða um 1400.   Er einhver fylgni milli hnattrænna hitabreytinga og virkni sólarinnar?  Neðra línuritið fjallar um það.  Árlegt hnattrænt meðaltal á hita (rauða línan) er hér borið saman við útgeislun sólar (bláa línan).  Frá um 1880 til um 1950 virðist útgeislun og hlýnun fara hönd í hönd, en síðustu  hálfa öld hlýnar þrátt fyrir minni útgeislun.  Sérfræðingarnir sem hafa skoðað þetta einna mest telja að breytileiki í útgeislun sólar hafi orsakað aðeins um 11% af hnattrænni hlýnun á tímabilinu frá 1880 til 2006 og  aðeins 1,6% af hlýnuninni frá 1955 til 2005.  Breytingar í sólinni skýra því ekki loftslagsbreytingar, eins og þá hnattrænu hlýnun, sem nú ríkir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hvernig vita men þettað með sólgosin 1400. en einhver áhrif hljóta þau ð hafa. hvað olli litlu ísöld gétur verið ýmislegt því sjór og straumar ráða heilmiklu um veðurfar. monsunvindar koma stundum ekki í niður himaljafjöllin í nokkur ár með tilheirandi rigníngu. skapar uppskjeruprest ekkert nýt í því flest lönd hafa lent í alskonar skakkaföllum vegna breitínga í veðurfari þanig er lífið bara. eflaust er einhver regla á þessu einsog sést á EL.NINO OG EL.ANNAÐ. sem koma með reglulegu millibili það hlítur að vera hægt að finna þessa reglu

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 10.8.2014 kl. 08:29

2 Smámynd: Haraldur Sigurðsson

Þegar Galileo byrjar að telja þá árið 1610 eru sólblettir tíðir, en Litla Ísöldin þegar hafin. Svo dregur mjög úr fjölda sólbletta um 1650 og þá hefst tímabilið sem nefnist Maunder Minimum. Það varir til um 1730. 

Haraldur Sigurðsson, 10.8.2014 kl. 09:09

3 identicon

gét nú ekki séð að það hafi verið mikklu kaldara á þessu tímabili 1650-1730 hér á landi. frostaveturinn mikli varð 1772 en þó má færa lýkur fyrir þvíað það kólni nokkuð þó það sé að hlína frá sólibni því það tekur tíma fyrir sólina að hita upp lofthjúpin

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 10.8.2014 kl. 11:33

4 Smámynd: Snorri Hansson

Mér finnst áhugavert

þetta Kanadíska graf. En það er sjálfsagt gert af hálfvitum?

Snorri Hansson, 11.8.2014 kl. 01:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband