Er Bigfoot til?

Bigfoot mythMeð tilkomu vísindalegra aðferða má segja, að ekki er lengur hægt að komast upp með það að gera hvaða yfirlýsingar sem manni dettur í hug, því nú eru til aðferðir til að prófa sanngildi þeirra. Í mög ár hafa menn þóttst sjá bregða fyrir í skóginum furðuveru, sem líkist stórum og loðnum manni. Myndin sem fylgir er tilbúin og ekki raunveruleiki.  Í Norður Ameríku er hann kallaður Sasquatch eða Bigfoot. Í Himalayafjöllum kallast hann yeti. Rússar kalla hann Almasty. Stundum sést honum bregða fyrir og stundum finnast risastór fótspor hans í jarðveginum. Stundum skilur hann eftir hár á trjágreinum. Fyrir tveimur árum sendu vísindamenn í Oxford og Lausanne út boð til heimsins, að safna saman einhverjum leifum sem finnast af bigfoot til rannsóknar.  Þeim bárust 57 sýni víðsvegar að úr heiminum, sem voru flest af einhverskonar hárum.  Reyndar reyndust sjö vera af gróðri. Vísindamennirnir, sem voru flestir erfðafræðingar, greindu erfðamengi eða DNA í hinum sýnunum,  en aðeins 30 voru nothæf til rannsókna. Tíu þeirra reyndust vera af björnum, fjögur af hestum, fjögur af úlfum eða hundum, eitt af manni, og hin af kúm, dádýrum, og eitt af ísbirni. Ekkert af sýnunum var því frábrugðið vel þekktum dýrategundum.  Bigfoot er bara plat, eins og aðrar sögusagnir um öll hin skrímslin. Vel á minnst: hvað er að frétta af opinberu rannsóknarnefndinni, sem á að fjall um tilvist ormsins í Lagarfljóti?  Setur hið opinbera pening í slíka vitleysu?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

kvað segir þú trúir þú ekki a tröll

 http://www.youtube.com/watch?v=b_-vWCY5lN0

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 3.7.2014 kl. 11:28

2 identicon

Er hnatthlýnun af manna völdum til? :D

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 3.7.2014 kl. 12:51

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Var það ekki sannleiksnefnd um myndbandið sem náðist af orminum í hitteðfyrra? Hún fór fram á framlengingu rannsóknar. Held samt að hún sé launalaus.

Það er spurning hvað þetta er - því eitthvað er það. Gæti hugsanlega verið ormsungi:

http://www.youtube.com/watch?v=fj9xG2PrcjA

Ómar Bjarki Kristjánsson, 3.7.2014 kl. 13:28

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ps. nema þeir fljótsdælingar hafi feikað þetta.

Getur náttúrulega verið heppilegt uppá túristabissnes því áhugi á slíkum efnum er merkilega mikill víða um heim.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 3.7.2014 kl. 13:30

5 Smámynd: Haraldur Sigurðsson

Það er alveg óþarfi að vera að ljúga að erlendum ferðamönnum sögum um tröll, álfa, skrimsl.  Landið hefur svo margt uppá að bjóða að sannleikurinn dugir alveg.

Haraldur Sigurðsson, 3.7.2014 kl. 16:33

6 Smámynd: Jón Þórhallsson

Hvað ef að einhver myndi sjá þannig veru í raun og veru;

myndi nokkur trúa honum?

https://www.youtube.com/watch?v=N0-H_GkG-SQ

(Lagarfljóts-ormurinn er bara rugl).

Jón Þórhallsson, 3.7.2014 kl. 16:34

7 Smámynd: Jón Þórhallsson

Til umhugsunnar:

https://www.youtube.com/watch?v=P-_H8nbCUYg

Jón Þórhallsson, 3.7.2014 kl. 16:41

8 Smámynd: Haraldur Sigurðsson

Það er auðvelt að búa til hvað sem er á vídeó eða ljósmynd.  Það er ekki hægt að plata með DNA eða erfðarefni.  Það var kjarninn í því sem ég skrifaði fyrir ofan. Hingað til hafa allar svokallaðar leifar af bigfoot verði aðeins af þekktum dýrum, samkvæmt DNA, ekki af neinni nýrri tegund.  Sem sagtÆ  altt saman plat og ómerkilegt.

Haraldur Sigurðsson, 3.7.2014 kl. 16:55

9 Smámynd: Jón Þórhallsson

Varðandi tröllin:

Þá er ekki hægt að útiloka það að það hafi verið einhverjir risar á ferðinni í fyrndinni;

þó að þeir séu ekki á ferðinni í dag:

http://thjodarskutan.blog.is/blog/gudspekifelag_s/entry/1309463/

Jón Þórhallsson, 3.7.2014 kl. 17:16

10 Smámynd: Jón Þórhallsson

Varðandi öll svona yfirskilvitleg málefni; þá er dýrmætara að eyða tímanum á UFO málin.

og korn-munstrin.

En ef að þig vantar DNA-sýni af Big-foot;

þá er það hér skoðað af viðurkenndum aðilum: (Min 36:30)

https://www.youtube.com/watch?v=5adeIs_7D54

Jón Þórhallsson, 3.7.2014 kl. 18:33

11 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

,,(Lagarfljóts-ormurinn er bara rugl)."

Meei. Er ekki alfarið rugl. Ormsins hefur verið getið síðan 1345 og margir Héraðsmenn hafa séð orminn.

Allavega er Lagarfljótsormurinn ekki meira rugl en hvað annað varðandi skrímsli ýmiskonar.

Myndbandið af Bigfoot er hinsvegar örugglega feik.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 3.7.2014 kl. 19:38

12 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ps. Hinsvegar hafa komið fram á síðari árum dáldið sannfærandi vísindaleg kenning sem útskýring, að jurtaleifar rotni á botni fljótsins og gas myndist sem gjósi síðan upp.

Fleiri kenningar eru líka til skýringar ss. rákarmyndanir í vatninu vegna klappa.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 3.7.2014 kl. 19:41

13 identicon

Jóhann Svarfdælingur notaði skó númer 62-64. Hann var því óneitanlega Bigfoot. Bigfoot hefur því verið til, og það meira segja á Íslandi. Um það verður ekki deilt.

Fróði frá Fæti undir Fótafæti. (IP-tala skráð) 3.7.2014 kl. 20:10

14 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það eina sem hugsanlega hefur einhvern grunn undir ,,stórum mönnum" eða ,,risastofni" á jörðinni nokkru sinni - er The Giant of Castelnau dæmið rétt fyrir 1900.

http://en.wikipedia.org/wiki/Giant_of_Castelnau#cite_note-4

Eg treysti mér bara ekki til að fullyrða af eða á um þetta ákveðna efni - en finnst það þó frekar ævintýrlegt. Frekar ævintýralegt.

3.5 metra menn?

Ómar Bjarki Kristjánsson, 3.7.2014 kl. 21:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband