Ađdragandi gossins í Eyjafjallajökli

reviewed data hourlyŢá er gosiđ komiđ, en ţađ hófst rétt fyrir miđnćtti í gćr, 20. marz á Fimmvörđuhálsi.  Gosbjarminn kom á vefmyndavélina á Heklu um kl.  23:36.  Viđ skulum ađeins líta á ferliđ.  Á fimmtudag, 18. marz,  benti ég á hér á blogginu ađ “Í dag hafa skjálftar fćrst hratt nćr yfirborđi og eru nú á 1 til 4 km dýpi.” 

Hvađ hafđi ég fyrir mér í ţví?  Gögn Veđurstofunnar sýndu miklu grynnri skjálfta og samantekt sem var gerđ á franskri vefsíđu hér birti línurit varđandi dýpi skjálftanna. Myndin til hliđar er af frönsku vefsíđunni, en ţar kemur sveifla upptaka skjálftann uppáviđ mjög greinilega fram.  En takiđ eftir ađ dregiđ hefur úr fjölda skjálfta síđustu dagana.  Nćsta mynd sýnir sömu skjálftagögn, en er uppfćrđ á klukkutíma fresti. Takiđ eftir ađ hér eru nokkuđ margir skjálftar (bláu krossarnir) sem eru grynnara en 2 km.  Frakkar eiga heiđur skilinn fyri ađ gera gögnin ađgengilegri. reviewed data hourly wide

Ţetta er eitt af ţeim mörgu gosum sem  ekki var opinberlega spáđ, en ţađ var gosbjarmi sem vakti fyrst athygli á gosinu, eins og kemur fram í Morgunblađinu:  “Veđurstofan segist hafa fengiđ fréttir af gosbjarma í jöklinum en enginn gosórói kemur fram á mćlum og fréttirnar hafa ţví ekki veriđ stađfestar enn.”

Myndir Landhelgisgćslunnar af gosstöđvunum sýna nokkuđ háa gosstróka og hraunrennsli, og virđist ţađ haga sér sem basaltkvika.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Gott yfirlit hjá ţér, Haraldur, og umhugsunarvert ađ úrvinnsla skjálftagagna skuli hafa veriđ ítarlegri í Frakklandi en ekki hjá íslenskum jarđskjálfta- og eldfjallafrćđingum.

Ómar Bjarki Smárason, 21.3.2010 kl. 12:03

2 Smámynd: Haraldur Sigurđsson

Ţetta var alls ekki hugsađ sem nein ádeila á íslensku frćđingana sem fjalla um Eyjafjallajökul, heldur bara ábending ađ ţađ má gera gögnin frá Veđurstofunni ađgengilegri.  Reyndar eru öll gögnin birt á vefnum strax og skjálftar verđa, í töfluformi, en hćtt er viđ ađ margir missi af ţví eđa bókstaflega nenni ekki ađ nota efniđ í töflunum til ađ gera línurit eins og ţau, sem frakkarnir gera og uppfćra á klukkutíma fresti.

Haraldur Sigurđsson, 21.3.2010 kl. 13:01

3 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Ţau taka ţetta líklega saman á Veđurstofunni jafnóđum ţó ţađ komi ekki fyrir augu almennings. Líklega rétt hjá ţeim ađ setja upp svona yfirlitslínurit um ţróun mála ţannig ađ auđveldara sé fyrir alla ađ sjá hvađ í raun er ađ gerast. Svona "túristagos" er góđ ćfing fyrir alvöruna ef og ţegar stćrri viđburđur verđur.

Vćntanlega eru leiđnimćlar í ám sem renna frá Eyjafjallajökli eđa ţar sem búist er viđ ađ hlaupvatn geti fariđ fram. Ţví ćtti ađ vera hćgt ađ létta af hćttustigi fljótlega ţannig ađ fólk komist heim ađ sinna bústörfum, ţó auđvitađ ţurfi ađ vera vel á verđi ţar sem hćttan er talin mest. Og líklegt er ađ fólk muni búa viđ yfirvofandi hćttuástand nćstu vikur, mánuđi og hugsanlega a.m.k. eitt til tvö ár. Ţví er nauđsynlegt ađ koma tryggja ađ líf fólks á svćđinu geti veriđ sem bćrilegast á međan slíkt ástand varir. En vonandi gengur ţetta yfir á nćstu vikum ţannig ađ hrauniđ og eldstöđvarnar verđi ađgengilegar fyrir ferđamannatímann, sem viđbúiđ er ađ muni lengjast vel í báđa enda.

Ómar Bjarki Smárason, 21.3.2010 kl. 14:24

4 Smámynd: Kristján Sigurđur Kristjánsson

Skjálftar kl: 16:45, 17:23, 18;24, 19:11:50&52 og 22:06 allir yfir 2 og allir á svipuđu dýpi sögđu mér ađ eitthvađ vćri í vćndum.

Kristján Sigurđur Kristjánsson, 21.3.2010 kl. 17:20

5 Smámynd: Haraldur Sigurđsson

Flaug yfir eldstöđvarnar í kvöld. Stórkostleg sjón, og 150 m háir gjóskustrókar, en hrauniđ fer ađ nálgast hálfan ferkílómeter ađ flatarmáli. Mun fara á Fimmvörđuháls í fyrramáliđ landleiđina og segi alla söguna ţegar ég kem aftur til baka.

Kveđja

Haraldur

Haraldur Sigurđsson, 21.3.2010 kl. 23:29

6 Smámynd: Kristján Sigurđur Kristjánsson

Er ekki frá ţví ađ ţá verđi fariđ ađ gjósa vestar ef ekki uppá toppi.

Kristján Sigurđur Kristjánsson, 21.3.2010 kl. 23:35

7 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Farđu varlega, Haraldur. Vonandi verđa Frakkarnir komnir međ skemmtilega grafík af ţessum atburđi á morgun, flott ţversniđ og fleira sem sýnir ţróun mála.....

Ég reikna reyndar međ ađ fara austur fyrir fjall á morgun, en til ađ sinna vinnu en ekki ađ leika mér ađ skođa eldgos!

Góđa ferđ.

Ómar Bjarki Smárason, 22.3.2010 kl. 00:56

8 Smámynd: Jóhanna Pálmadóttir

Ţakka ţér fyrir mjög fróđlegar og athyglisverđar greinar Haraldur, ţađ er gaman ađ lesa ţetta hjá ţér!

Jóhanna Pálmadóttir, 23.3.2010 kl. 07:16

9 identicon

Ég er búinn ađ heyra mikiđ lof um jarđfrćđifrćđsluferđina sem ţú varst međ á Snefellsnesinu í fyrrasumar í tengslum viđ Eldfjallasafniđ í Stykkishólmi. Viđ erum 30 manna hópur sem höfum áhuga á ađ fara međ ţér í júlí ef ţú verđur međ ţessa leiđsögn í sumar.

Frábćrir pistlar hjá ţér hérna, takk fyrir.

Símon

Símon Sturluson (IP-tala skráđ) 23.3.2010 kl. 07:34

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband