Er Tertíera tímabilið horfið?

JarðsaganNýlega kom út hjá International Commission on Stratigraphy (Alþjóðanefndin um Jarðlagafræði) ný tafla um jarðsöguna. Slík tafla er eiginlega efnisyfirlit um alla sögu jarðarinnar, og hver kafli ber sitt heiti, þar sem skeið hvers tímabils í jarðsögunni er vel afmarkað nú af nákvæmum aldursgreiningum jarðlaga sem eru byggðar á geislavikum frumefnum. Töfluna er hægt að nálgast hér: http://www.stratigraphy.org/column.php?id=Chart/Time%20ScaleVið lestur töflunnar hrökk ég illilega við. Reyndar varð mér við eins og ef ég væri að lesa nýja bók um Íslandssöguna, þar sem kaflanum um Þjóðveldið væri sleppt. Tertíera tímabilið er ekki lengur til! Allt frá upphafi rannsókna á jarðsögunni hefur Tertíera tímabilið verið ein megin uppistöð í tímatali okkar jarðfræðinga. Þetta er allur tíminn frá því að risaeðlurnar dóu út fyrir um 65 miljón árum og þar til ísöld byrjar hér í norðri á Kvarter tímabili. Fyrir íslenska jarðfræði er málið enn viðkvæmara, því amk. fyrstu 17 af 20 miljónum ára í jarðsögu lands okkar eru (eða voru…) kallað Tertíer. Mynd af nýju töflunni fylgir hér með. Hvað segja islendingar um þetta? Ekki sé ég að Jarðfræðafélag Íslands hafi fjallað um málið, og enn er til dæmis notað Tertíer í grein um jarðfræði Íslands á vefsíðu Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands. Mér lýður innvortis eiginlega eins og þegar rússar voru að endurrita mannkynssöguna á tímum Sovíetríkjanna, og gáfu skít í staðreyndir. Nú er allt tímabilið sem Tertíer náði yfir, plús Kvarter, flokkað sem Cenozoic eða Nýlífsöld. Já, kannske verðum við bara að venjast þessu nýja tímatali í jarðlagafræðinni, nema þeir skifti um skoðun aftur?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hmmm. Eru kristnu fundamentalistarnir komnir með puttana í þetta til að styðja "vísindi" sín byggð á sköpunarsögu bronsaldarnomada fyrir botni miðjarðarhafs?

Jón Steinar Ragnarsson, 11.1.2010 kl. 18:57

2 identicon

Það mætti halda það með tilliti til heita eins og Nýlífsöld, en reyndar er það mjög gamalt heiti á þessu tímabili í jarðsögunni, og var notað samhliða heitinu Tertíer.

haraldur sigurdsson (IP-tala skráð) 11.1.2010 kl. 20:46

3 identicon

Nú vilja þeir (ICS) að maður miði fjöldaútdauðann fyrir 65 má. við K-P (krít-paleógen) mörkin en ekki K-T (krít-tertíer) mörkin eins og áður.

Meira hér: http://www.agiweb.org/geotimes/nov03/NN_tertiary.htm

Já nú verðum við bara að reyna að muna þetta ... eða hvað?

hp (IP-tala skráð) 12.1.2010 kl. 18:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband