Fellibylirnir eru að byrja að breyta hugarfarinu um lofslagsbreytinar

Gallup

Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum, þá hafa hægri menn í Bandaríkjunum og víðar hina mestu óbeit á hugtakinu “loftslagsbreytingar”.   Þeir virðast líta svo á, að kenningin um loftslagagsbreytingar sé uppspuni, sem vinstri menn og sósíalistar beiti í pólitískum tilgangi, til að hreðja á frjálslyndistefnu auðvaldsins. Þeir líta á kenninguna um loftslagsbreytingar sem verkfæri vinstrisinnaðra til að hnekkja á olíufélögum, kolanámum, og arðbærri starfssemi þeirra. Þeir neita að trúa því sem frjálslyndir segja, þeir neita að trúa vísindamönnum, en nú verða þeir að trúa sínum eigin augum. En nú er komið aðeins annað hljóð í strokkinn, eftir að bæði tíðni og styrkur fellibylja í hefur færst í aukana, einkum í suður ríkjum Bandaríkjanna. Það mun væntanlega koma í ljós í þingkosningunum árið 2018 hvort veruleg breyting hefur orðið á viðhorfinu til loftslagsmála í Norður Ameríku. En skoðun almennings er að breytast smátt og smátt, eins og nýjasta könnun Gallups sýnir fram á. Myndin sýnir niðurstöður skoðanakannana Gallups frá 2001 til 2017. Það er greinilegt að hugarfarið er að breytast, þótt hægt gangi.


Bloggfærslur 14. september 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband