Houston í kaf

Flóðin í borginni Houston í Texas eru miklar hamfarir, en þar hefur nú rignt stanslaust í þrjá daga og úrkoman er nú komin upp undir 50 tommur alls, eða yfir 123 sentimetra á þeim tíma. Þetta átti að vera svokallað 500 ára flóð (flóð, sem er svo sjaldgæft að það gerist aðeins á nokkurn veginn 500 ára fresti), en staðreyndin er sú, að í Houston hafa komið þrjú slík 500-ára flóð síðustu þrjú árin!Houston

Reynslan sýnir okkur að það er ekki auðvelt að spá um komandi eða yfirgnæfandi hamfarir út frá því sem undan er gengið. Lítið á súluritið hér fyrir ofan. Það sýnir tíðni storma á hverjum áratug, sem orsaka stórrigningar í Bandaríkjunum frá 1900 til vorra daga. Ég held að það sé nokkuð ljóst að tíðni þeirra fer vaxandi. Það er breyting í gangi. Sú breyting er hnattræn hlýnun, en vaxandi tíðni stórrigninga og fellibylja er ein afleiðing hnattrænnar hlýnunar, þótt æstu völd í Bandaríkjunum neiti því og stinga bara hausnum í sandinn eins og strúturinn.

Fellibylurinn Harvey er nú talinn einn af tíu verstu sinnar tegundar í Bandaríkjunum. Tjónið er nú metið á bilinu $10 til 20 milljarðar dalir.


Bloggfærslur 29. ágúst 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband