Hvernig er best að raða fólki inn í flugvél?

Það versta við flugferðir er biðin á flugstöðinni. Það næstversta er þröngin við innganginn þegar kallið kemur að fara um borð. Flugfélög hafa ýmsar aðferðir við að fylla vélina, en engin þeirra leysir vandann um troðninginn, bæði í ganginum inn og síðan í flugvélinni, áður en fólk kemst í sæti. Hér eru nokkrar aðferðir sem eru í gangi.

Fyrst aftast: Fólki er hleypt inn í hópum, fyrst þeir sem sitja eiga í fimm öftustu röðunum í vélinni og svo koll af kolli, fimm raðir í senn. Þetta er langalgengasta aðferðin og notuð til dæmis hjá Virgin, American Airlines, JetBlue Airways og US Airways. Mythbusters gerði tilraunir með ýmsar aðferðir varðandi sætaskipan og með þessari aðferð tók það 24 mín. 29. sek. að fylla vélina.

Glugginn fyrst: Þessi aðferð byggist á því að hleypa gluggaröðunum in fyrst, síðan miðsætunum og svo síðast þeim sem sitja við ganginn. Aðferðin er kölluð WilMA í bransanum (window, middle, aisle). United beitir henni og einnig WOW. Ég flaug með WOW nýlega og þessi aðferð virkaði vel. Í tilraun Mythbusters tók aðeins 14 mín. 55 sek. að fylla vélina með WilMA aðferðinni. Vandamálið með WilMA er að fók, sem vill sitja saman fer ekki saman inn í vélina. Það gengur því ekki vel með foreldra og börn.

Frjálst val: Einnig mætti kalla þessa aðferð örtröð, en henni er beitt f Southwest Airlines. Sætin eru ekki númeruð og afleiðingin er algjört öngþveiti, en hún virkar samt nokkuð vel. Fók er ekki að eyða tíma í að leita að sætanúmeri, heldur sest beint í fyrsta laust sæti. Í tilraun Mythbuster tók þessi aðferð aðeins 17 mín. 15 sek. og í annari tilraun 14 mín. 7 sek.

tilraunirAð lokum eru hér niðurstöður úr tilraunum sem Carmona og félagar gerðu (2014), sýndar í línuriti. Tíminn er í sekúndum á lóðrétta ásnum, fyrir átta tilraunir sýndar á lárétta ásnum. Það er greinilegt að frjálst val (“random”) er fljótasta og ef til vill leiðin.

Örtröðin sem ríkir í flugvélinni við sætisleit er afleit, en flugfélög gefa aðeins einn kost til að losna við hana: að borga meira og kaupa sæti i fyrsta farrrymi eða business class.  Það er greinilega mjög í hag flugfélaga að spara tímann. Könnun sýnir að með því að stytta tímann sem fer í að fylla vélina af fólki um eina mínútu, þá sparast 22 evrur á hvert flug. Flugfélag með 300 flug á dag sparar sér þannig 2.409.00 evrur á ári.  En hvernig væri að byrja á því að smíða flugvélar með inngang í miðju? á er hægt að fylla í báðar áttir.  Einföld lausn.

 


Bloggfærslur 16. júlí 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband