Ný bók um Snæfellsjökul

Í dag kom út bók mín um Snæfellsjökul. Bókin er gefin út af Vulkan ehf og Eldfjallasafni í Stykkishólmi. Um dreifingu bókarinanr sér Árni Þór Kristjánsson, Reykjavík, arsig@simnet.is  eða í síma 862 8551 eða 581 3226. Hér er fjallað um allar hliðar Jökulsins, jarðsögu, listasögu og mannkynssögu þessa merka eldfjalls og svæðisins umhverfis.

kapa_lokagerd copy


Þykkt Grænlandsjökuls

SPRIMökkurinn sem sést úr flugi yfir Grænlandsjökli skammt fyrir vestan Kulusuk (sjá tvö fyrri blogg hér), er lauslega staðsettur á svæði, þar sem jökullinn er á milli 1.5 til 2 km á þykkt. Rauða stjarnan sýnir staðsetningu flugmanna á Twin Otter vél. Kortið er frá Scott Polar Institute. Bláa jafnþykktarlínan sýnir 500 m þykkt. Svörtu þykktarlínur jökulhettunnar eru á 500 metra bili. Rauða línan markar jaðar jökulsins. Mesta þykkt íshellunnar er um 4 km yfir miðju landsins.


Bloggfærslur 13. júlí 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband