Staðfesting á jarðhita undir Grænlandsjökli

 20048998_10213197114750802_850401203_o

Ágúst Arnbjörnsson flugstjóri hjá Icelandair tók þessa ágætu mynd í gær yfir Grænlandi á leið frá Keflavík til Portland, í 34 þúsund feta hæð (10.4 km). Hún sýnir greinilega sama fyrirbærið og ég bloggaði um í gær í íshellu Grænlands, nokkru fyrir vestan Kulusuk. Það virðist vera sprunga í jöklinum og þrír gufumekkir rísa upp úr sprungunni, en mökkurinn berst með vindi í norðvestur átt. Því miður höfum við ekki enn nákvæma staðsetningu á þessu fyrirbæri, annað en að það sé í um 75 km fjarlægð frá Kulusuk. Það er athyglisvert að mökkurinn er greinilegur jafnvel úr meir en 10 km hæð.  Ég þakka Sigþóri Gunnarssyni flugstjóra fyrir upplýsingarnar.


Bloggfærslur 12. júlí 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband