Síđustu Inuitarnir á norđaustur Grćnlandi

Í ágúst 2014 var ég á siglingu um Scoresbysund á norđaustur Grćnlandi, ásamt félaga mínum Ragnari  Axelssyni, ljósmyndara.  Einn daginn, hinn 31. 

0F460987-BB62-4AAC-999E-57B17A06A7C4ágúst,  vörpum viđ akkerum í Rypefjord, eđa Rjúpufirđi, sem er mjög innarlega í Scoresbysundi.  Hér er vinalegt umhverfi, og dálítill gróđur upp brattar hlíđar. Skammt  frá sjáum viđ sauđnaut á beit.  Viđ göngum í land rétt viđ árósa, og rekum strax augun í grjóthleđslu á árbakkanum, sem er einhverskonar mannvirki, en er nú vafiđ runnum og grasi.  Áin er ađ naga í brún hleđslunnar og senn verđa ţessar fornu menningarleifar horfnar. Ţetta eru greinilega rústir af vetrarhúsi, ţar sem Inuítar dvöldu í yfir kaldasta tíma ársins, en annars dvöldu ţeir í tjöldum nćrri veiđistađ í mynni Scoresbysunds, viđ ísilagđa strönd Atlantshafsins.  Húsrústin er hringlaga, međ upphćkkuđum palli  úr steinhleđslu sem tekur um helming rýmisins. Á pallinum hefur fjölskyldan dvaliđ og sofiđ, sitiđ ţétt til ađ halda á sér hita. Hleđsla af stórum steinhellum myndar nokkurra metra löng göng, ţar sem hćgt er ađ skríđa inn í byrgiđ.  Viđ forđumst ađ hreyfa neitt og vildum ekki róta í ţessari rúst. Ţađ munu fornleifingar vćntanlega gera síđar.

Rétt vestan viđ húsiđ, um hálfan meter frá steinhleđslunni, sjáum viđ ađ bein stendur upp úr moldinni.  Ţađ er rifbein, sem hefur veriđ tálgađ til einhvers brúks.  Í grennd er töluvert af öđrum beinum, en ţau eru öll brot af leggjum, sem hafa veriđ vel mergsogin, sennilega bein af sauđnautum.  Ég kippi rifbeininu upp og ţá kemur í ljós ađ hinn endinn er einnig tilskorinn. Mér virđist líklegast ađ ţetta sé rif úr kajak, en Inúítar notuđu bein í stađ trjáviđar til ađ setja saman kajakgrindur og strekktu svo skinni utanum. Sennilega var hér kajak uppi á ţaki á vetrarhúsinu, en međ tímanum hefur skinniđ fúnađ og kajakinn dottiđ í sundur. 

Curve
Ég fór síđar međ rifbeiniđ í aldursgreiningu í Woods Hole í Bandaríkjunum.  Bein inniheldur mikiđ kolefni.  Kolefni af gerđinni C-14 er geislavirkt og geislakol klofnar međ tímanum og myndar köfnunarefni.  Á ţví byggist aldursgreining efna sem eru rík af kolefni, eins og bein.  Hlutfall geislakola í efninu gefur ţví aldur ţess.  En eins og myndin sýnir eru lykkjur á kvörđunarferlinum fyrir C-14 aldur og almanaksaldur. Ef C-14 sem mćlist  fellur í slíka lykkju, ţá getur almanaksaldur  gefiđ tvćr mögulegar niđurstöđur. Ţannig er ţví miđur međ rifbeiniđ frá Rypefiord. Ţađ er annađ hvort frá ţví um 1670 e.Kr. eđa ţađ er  frá um 1790 e.Kr. Eg hallast fremur ađ yngri tölunni, frá um 1790 e.Kr. en hef engin sterk rök til ađ styđja ţađ. 

Víđtćkar rannsóknir sýna ađ Inuítar námu fyrst land á norđaustur Grćnlandi um 1400 e.Kr. en búseta ţeirra var fremur stutt á ţessum slóđum vegna loftslagsbreytinga. Síđustu Inuítarnir sáust á ţessu svćđi í ágúst áriđ 1823, ţegar breski vísindamađurinn Douglas Clavering rakst á tólf Ínúíta á lítilli eyju sem nú ber hans nafn, skammt fyrir norđan Scoresbysund. Síđan hvarf ţessi ćttbálkur Ínúíta algjörlega frá norđaustur Grćnlandi, sennilega vegna harđinda og kólnandi veđurfars.  Ekki er ljóst hvort ţeir dóu út í grennd viđ Scoresbysund eđa fluttust suđur á bóginn, í átt ađ Kulusuk.   Mér ţykir líklegt ađ veturseta Inúíta hafi haldist viđ Rypefiord til hins síđasta, eđa alt ađ aldamótunum 1800 e.Kr. ţar sem sveitin hér er hlýlegri, grösugri og veđurfar betra en utar í Scoresbysundi. Ţess vegna hallast ég ađ C-14 1790 e.Kr. fyrir rifbeiniđ góđa.All Photos - 1 of 1


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband