Bloggfærslur mánaðarins, október 2014

Sambandslaust við Bárðarbungu

GPS gögnÞað gerðist um kl. rúmlega sex í gærmorgun.  GPS mælirinn, sem situr á miðri íshellunni yfir Bárðarbungu hætti að senda, eins og sjá má á myndinni til vinstri.  Við skulum vona að hann komist aftur í gang sem fyrst, því án hanns vitum við ekkert um sigið í öskjunni.  Myndin sýnir að það var töluverður órói á GPS mælinum áður en hann hætti að senda.  Enginn veit hvaða sögu hann hefur að geyma.

Er hægt að nota sig Bárðarbungu til að spá fyrir um goslok í mars 2015?

 

 

Eins og ég hef bent á í síðustu bloggfærslu hér, þá er sigið á íshellunni yfir öskju Bárðarbungu ekki línulegt, heldur kúrva. Sjá myndina sem fylgdi siðasta bloggi.  Það er að segja: sigið hægir smátt og smátt á sér með tímanum.  Sú kúrva sem passar best við gögnin er sennilega polynomial kúrva.  Athugið að sigið er nú um 12 metrar, síðan GPS tækið á miðjum jöklinum tók að senda frá sér mælingar hinn 12. september. Dóttursonur minn Gabriel Sölvi hefur tekið gögnin og kemur upp með eftirfarandi niðurstöðu:  Með því að athuga fallið sem forritið hefur myndað um bestu línu hef ég fundið lággildi þess:

f(x)=-0,0013x^2+0,4486x-0,3885

d/dx(f(x))=f'(x)=-0,0026x+0,4486

f&#39;(x)=0 þ.þ.a.a 0,0026x=0,4486<->x=172,54

Við gerum því ráð fyrir að á 173 degi frá 12. september sé líklegast að gosið muni enda. Sem er held ég í mars 2015.   Þá mun sigið hafa orðið f(172,54)=38,3 eða u.þ.b 38 metrar.”

Forsendur fyrir slíkri spá eru þessar:  Það er kvikuþró undir Bárðarbungu, á um 8 km dýpi. Kvikuþrýstingur í þrónni leiddi til þess, að kvika braust út og myndaði kvikugang til norðurs, sem kom upp í Holuhrauni.  Rennslí kviku út úr þrónni hefur dregið úr þrýstingi inni í henni og valdið sigi á botni öskjunnar fyrir ofan. Með tímanum dregur úr þrýstingi og sigið hægir á sér, og einnig þar með minnkar rennsli upp í Holuhraun.  Þetta er einfaldasta sýnin á atburðarásina og ekki endilega sú réttasta, en einhversstaðar verðum við að byrja...


Hvað er framundan í Bárðarbungu?

Sigið í íshellunni yfir öskju Bárðarbungu heldur áfram og Holuhraun heldur einnig áfram að stækka. Myndin frá Veðurstofunni sýnir sigið, eins og það kemur fram á GPS mæli, sem er staðsettur yfir miðri öskjunni. Við fyrstu sýn virðist sigið línulegt, en svo er ekki. Ég hef dregið rauða línu yfir myndina, og þá er augljóst að sigið er einhverskonar exponential function.  Sigið beygir af með tímanum, það hægir á sér. Það er því lógiskt að halda að með tímanum verðiSig Bárðarbungu kúrvan enn flatari og nálgist lárétta stöðu.  Þá er sigi lokið og þá gæti gosinu einnig verið lokið.  Sig verður vegna þess að kvika streymir út úr kvikuhólfi Bárðarbungu, lækkar þrýsting í þrónni og þá sígur þak kvikuþróarinnar (botn öskjunnar) niður.  En þetta er einfaldasta túlkun gagna og margt getur komið fyrir, sem ruglar svo einfaldaða mynd.  En samt sem áður eru hér vísbendingar um að stöðugt dragi úr sigi og ef til vill úr gosinu á sama hátt.  Hvað sem öðru líður, þá held ég að líklegasta spá um gang mála sé sú, að sig og gos haldi áfram á sama hátt, en smátt og smátt dragi úr virkninni, eins og kúrvan fyrir ofan bendir á. En það eru mánuðir....

Olíuveslun Bandaríkjanna snýst við

 

 

olía USANýlega sigldi olíuskipið BW Zambesi frá Houston í Bandaríkjunum til Suður Kóreu, hlaðið um 400 þúsund tunnum af olíu. Það er í sjálfu sér ekkert óvenjulegt við það, nema að hér með eru Bandaríkin aftur orðin útflytjandi af olíu, í fyrst sinn eftir nær fjóra áratugi.  Svo virðist sem að hér eftir muni Bandaríkin ekki eyða dýrmætum gjaldeyri í olíuinnflutning og getur þetta haft mikil áhrif á efnahag þjóðarinnar – en ekki hjálpar það umhverfismálum, því miður.   Á alþjóða olíumarkaðinum er viðbúið að útflutningi Bandaríkjanna á þessu eldsneyti sé einkar velkomin lausn á þeim markaðsvanda, sem til dæmis Evrópuríki eru komin í vegna hegðunar Rússa í Úkraníu.

Aukin framleiðsla á olíu innan Bandaríkjanna er fyrst og fremst vegna nýrrar tækni (fracking), þar sem olía og gas er kreist út úr jarðlögunum undir miklum þrýstingi og með því að dæla niður vökva sem ýtir olíunni upp á yfirborð.  Einnig er lóðrétt borun mikilvæg.    Olíuframleiðsla hefur aukist um 70% síðustu sex árin innan Bandaríkjanna, sem er alveg ótrúlega mikill vöxtur.   Innflutningur frá OPEC löndunum (mest Arabar) hefur af þeim sökum minnkað um helming.  Línuritið sýnir hvernig innflutningur á olíu hefur snúist við (rauða línanog hvernig útflutningur á olíu hraðvex (gula línan) .  En margir spá því að þetta sé skammvinnur gróði, og að innan fárra ára verði ekki hægt að ná meiri olíu út úr jarðskorpunni undir Bandaríkjunum, jafnvel með fracking aðferð. 

Bandaríkin og allur heimur verður að komast út úr þessum slæma vana að treysta á olíu sem mesta orkugjafann.  Hnattræn hlýnun og náttúruspjöll vegna olíunnar eru stærstu vandamál okkar allra.  Við verðum að taka upp aðra orkugjafa strax, og þurfum ekki að bíða þar til olían er búin.  Við eigum að enda Olíuöldina nú, strax, en ekki bíða þar til öll olían er búin í jarðskorpunni.  Munið eftir, að Steinöldin endaði ekki vegna þess að menn gátu ekki fundið fleiri steina.


Drekkið bjór með Kínverjunum

Bjór með kínverjumÁhugi á námuvinnslu á Grænlandi er gífurlegur meðal Kínverja, Ástrala og Suðpur Kóreumanna. Kínverjar vilja taka eitt fjall, sem er um 150 km fyrir norðaustan Nuuk, og flytja það til Kína.  Fjallið er um 35% járn.  Til þess vilja þeir flytja inn til Grænlands um 2000 kínverska námumenn.  Greenland Oil and Minerals fjallar um málið nýlega og birtir þessa mynd og þá tillögu, að best sé að byrja á því að drekka bjór með kínverjunum.  Ef til vill var það háttarlag forsætisráðherra Grænlands að falli nýlega?

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband