Hvernig er best að raða fólki inn í flugvél?

Það versta við flugferðir er biðin á flugstöðinni. Það næstversta er þröngin við innganginn þegar kallið kemur að fara um borð. Flugfélög hafa ýmsar aðferðir við að fylla vélina, en engin þeirra leysir vandann um troðninginn, bæði í ganginum inn og síðan í flugvélinni, áður en fólk kemst í sæti. Hér eru nokkrar aðferðir sem eru í gangi.

Fyrst aftast: Fólki er hleypt inn í hópum, fyrst þeir sem sitja eiga í fimm öftustu röðunum í vélinni og svo koll af kolli, fimm raðir í senn. Þetta er langalgengasta aðferðin og notuð til dæmis hjá Virgin, American Airlines, JetBlue Airways og US Airways. Mythbusters gerði tilraunir með ýmsar aðferðir varðandi sætaskipan og með þessari aðferð tók það 24 mín. 29. sek. að fylla vélina.

Glugginn fyrst: Þessi aðferð byggist á því að hleypa gluggaröðunum in fyrst, síðan miðsætunum og svo síðast þeim sem sitja við ganginn. Aðferðin er kölluð WilMA í bransanum (window, middle, aisle). United beitir henni og einnig WOW. Ég flaug með WOW nýlega og þessi aðferð virkaði vel. Í tilraun Mythbusters tók aðeins 14 mín. 55 sek. að fylla vélina með WilMA aðferðinni. Vandamálið með WilMA er að fók, sem vill sitja saman fer ekki saman inn í vélina. Það gengur því ekki vel með foreldra og börn.

Frjálst val: Einnig mætti kalla þessa aðferð örtröð, en henni er beitt f Southwest Airlines. Sætin eru ekki númeruð og afleiðingin er algjört öngþveiti, en hún virkar samt nokkuð vel. Fók er ekki að eyða tíma í að leita að sætanúmeri, heldur sest beint í fyrsta laust sæti. Í tilraun Mythbuster tók þessi aðferð aðeins 17 mín. 15 sek. og í annari tilraun 14 mín. 7 sek.

tilraunirAð lokum eru hér niðurstöður úr tilraunum sem Carmona og félagar gerðu (2014), sýndar í línuriti. Tíminn er í sekúndum á lóðrétta ásnum, fyrir átta tilraunir sýndar á lárétta ásnum. Það er greinilegt að frjálst val (“random”) er fljótasta og ef til vill leiðin.

Örtröðin sem ríkir í flugvélinni við sætisleit er afleit, en flugfélög gefa aðeins einn kost til að losna við hana: að borga meira og kaupa sæti i fyrsta farrrymi eða business class.  Það er greinilega mjög í hag flugfélaga að spara tímann. Könnun sýnir að með því að stytta tímann sem fer í að fylla vélina af fólki um eina mínútu, þá sparast 22 evrur á hvert flug. Flugfélag með 300 flug á dag sparar sér þannig 2.409.00 evrur á ári.  En hvernig væri að byrja á því að smíða flugvélar með inngang í miðju? á er hægt að fylla í báðar áttir.  Einföld lausn.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Vængirnir eru í miðju. Þar þarf skrokkurinn líka mestan styrk og hurðir myndu rýra hann. Ég geng út frá því að hönnuðirflugvéla viti hvað þeir ery að gera.

kannski væri best að fólkið settist í sætin inni í flugstöðinni og síðan yrði öllum rennt inn íeinu innum afturendann eins og á vöruflutningavélum..Bara skúffa á hjólum.

Jón Steinar Ragnarsson, 17.7.2017 kl. 05:17

2 Smámynd: Róbert Björnsson

Það gengur nú frekar illa að hanna flugvél með inngang í miðjunni.  Það er nefnilega alltaf eitthvað að flækjast fyrir - svokallaðir vængir.  

Eina leiðin til að losna við vængi er að gera alla flugvélina að einum stórum væng.  Svokallað Blended Wing Body.  Sjá t.d. Boeing X-48B.  Í svoleiðis flugvél væri farþegarýmið ekki lengur í hefðbundnu röri heldur yrði sætaskipan líkari kvikmyndasal.  Vandamálið við slíka sætaskipan er að farþegar í miðri vél væru ansi langt frá næsta neyðarútgangi og lögun vélarinnar þýddi takmarkaðan fjölda útganga.  Það tæki því mun lengri tíma en núverandi reglugerðir segja til um að rýma slíka vél.

Róbert Björnsson, 17.7.2017 kl. 10:04

3 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Áhugavert.  :)   Þá má líka velta fyrir sér í sama dæmi: Hvernig væri best að rýma flugvélina á sem skemmstum tíma?  Allir vilja fara út sem fyrst ef eitthvað er að.  

Marinó Már Marinósson, 21.7.2017 kl. 10:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband