Þegar sífrerinn hopar

 IMG_1620

Allir sem hafa til Grænlands komið dást að fjallendinu þar. Snarbrött fjöll rísa meðfram allri strandlengjunni, einkum þegar norðar dregur. Reyndar eru það ekki fjöllin, sem eru merkileg, heldur hinir djúpu dalir og þröngu firðir, með nær þverhníptum hlíðum. Þeir eru afleiðing skriðjökla, sem hafa grafið út dalina allt frá því að ísöld hófst fyrir rúmum þremur milljónum ára. Myndin hér til vinstri er til dæmis úr Öfjord í Scoresbysundi á norðaustur Grænlandi, þar sem fjöllin eru upp undir 2 km á hæð og þverhnípt.

Sífreri ríkir á Grænlandi, fyrir norðan um 68 gráðu breiddar. Sífreri er skýrður þannig: ef berg eða jarðmyndanir hafa hitastig undir frostmarki í meir en tvö ár, þá er þar sífreri. Hann getur innihaldið allt að 30% ís eða mjög lítinn ís, sem fer eftir lekt og holumunstri bergsins og jarðlaganna. Urð og skriður hafa einhvern tíma verið vatnssósa og í sífreranum frýs allt slíkt vatn og hjálpar til að binda jarðlögin. Skriður og urðir í sífrera geta því verið mjög brattar og jafnvel lóðréttar myndanir, á meðan hitastig er undir frostmarki. Sífrerinn gerir laus jarðefni að föstu bergi – á meðan frostið ríkir. Svo fer allt af stað þegar bráðin kemur.

fig2Það hlýnar á Grænlandi. Merki þess er til dæmis hvað jöklar minnka hratt. Myndin sýnir að Grænlandsjökull tapar mörg hundruð rúmkílómetrum á hverju ári og bráðnunin gerist hraðari með hverju árinu. Línuritið er í gígatonnum, en eitt gígatonn er einn milljarður tonna af ís. Þetta er að mestu leyti vegna hækkandi hitastigs, eins og önnur myndin sýnir. Það má því búast við aukinni tíðni berghlaupa á Grænlandi, þegar sífrerinn hopar fyrir hlýnandi loftslagi.

Það er magt annað sem hopandi sífreri hefur í för með sér. Umhverfis Ilulissat á vestur Grænlandi eru til dæmis merkar fornminjar frá þremur mikilvægustu fornmenningum Grænlandinga, sem eru kenndar við Saqqaq, Dorset og Thule. Nú eru þessar leifar enn varðveittar efigure-1ins og í ísskáp, en þegar sífrerinn fer úr jörð á þessu svæði verða þessar menningaleifar bakteríum að bráð og hverfa að mestu.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband