Orsök berghlaupsins a Grćnlandi

seis_scale1Nú er ađ skýrast máliđ varđandi berghlaup og flóđöldu á vestur strönd Grćnlands.  Jarđskjálftamćlar sýna ađ jarđskjálftinn stóđ yfir í um tvćr mínútur og myndađi flóđbylgjuna. Orsök skjálftans er berghlaupiđ, sem kom úr mjög brattri fjallshlíđ. Vandađir ţriggja-ása jarđskjálftamćlar í um 30 til 500 km fjarlćgđ frá Nuugaatsiaq skráđu atburđinn. Efsta stöđin a linuritinu til vinstri er sennilega Upernavik og sú nćstefsta Nuuk (klikkiđ a myndina til ađ stćkka). Tímaásinn er láréttur, frá vinstri til hćgri. Rauđa lóđrétta línan sýnir hvenćr atburđurinn hefst. Línuritiđ, sem er rautt (magenta) er lárétti skjálftaásinn, sem skráir hreyfingu frá austri til vesturs. Grćna línuritiđ er lóđrétti ásinn og gula línuritiđ er norđur-suđur ásinn. Rétt eftir kl. 23:39 UTC (vestur Grćnlandstími er -2 klst. frá UTC) sést stuttur 5 sek. púls eđa truflun á rauđa línuritinu (magenta). Ţetta er yfirborđsbylgja (Love wave), sem er oft fyrsta bylgjan í jarđskjálfta. Kettir og hundar skynja hana en fólk oft ekki. Ţar á eftir koma venjulegar jarđskjálftabylgjur.

Líklega markar fyrsta bylgjan um 23:39 UTC brotiđ á jarđlögum fjallsins og byrjun á berghlaupinu. Í kjölfariđ kemur strax um 50 sek. skruđningur, ţegar skriđan fer af stađ og síđan um 50 sek. frekari og meiri skruđningur tengdur skriđufallinu (milli bláu lóđréttu línanna). Ţađ er ţví ljóst ađ berhlaupiđ orsakađi sjálftvirknina. Ţetta höfum viđ fra Anthony Lomax.

Viđ vitum ţví ekki beinlinis hvađ hleypti berghlaupinu af stađ. Ef til vill var ţađ tengt loftslagsbreytingum, en ţegar sífrerinn ţiđnar í fjöllum Grćnlands minnkar bindiefni í berglögum og skriđur kunna ađ myndast.

 

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband