Orsök berghlaupsins a Grænlandi

seis_scale1Nú er að skýrast málið varðandi berghlaup og flóðöldu á vestur strönd Grænlands.  Jarðskjálftamælar sýna að jarðskjálftinn stóð yfir í um tvær mínútur og myndaði flóðbylgjuna. Orsök skjálftans er berghlaupið, sem kom úr mjög brattri fjallshlíð. Vandaðir þriggja-ása jarðskjálftamælar í um 30 til 500 km fjarlægð frá Nuugaatsiaq skráðu atburðinn. Efsta stöðin a linuritinu til vinstri er sennilega Upernavik og sú næstefsta Nuuk (klikkið a myndina til að stækka). Tímaásinn er láréttur, frá vinstri til hægri. Rauða lóðrétta línan sýnir hvenær atburðurinn hefst. Línuritið, sem er rautt (magenta) er lárétti skjálftaásinn, sem skráir hreyfingu frá austri til vesturs. Græna línuritið er lóðrétti ásinn og gula línuritið er norður-suður ásinn. Rétt eftir kl. 23:39 UTC (vestur Grænlandstími er -2 klst. frá UTC) sést stuttur 5 sek. púls eða truflun á rauða línuritinu (magenta). Þetta er yfirborðsbylgja (Love wave), sem er oft fyrsta bylgjan í jarðskjálfta. Kettir og hundar skynja hana en fólk oft ekki. Þar á eftir koma venjulegar jarðskjálftabylgjur.

Líklega markar fyrsta bylgjan um 23:39 UTC brotið á jarðlögum fjallsins og byrjun á berghlaupinu. Í kjölfarið kemur strax um 50 sek. skruðningur, þegar skriðan fer af stað og síðan um 50 sek. frekari og meiri skruðningur tengdur skriðufallinu (milli bláu lóðréttu línanna). Það er því ljóst að berhlaupið orsakaði sjálftvirknina. Þetta höfum við fra Anthony Lomax.

Við vitum því ekki beinlinis hvað hleypti berghlaupinu af stað. Ef til vill var það tengt loftslagsbreytingum, en þegar sífrerinn þiðnar í fjöllum Grænlands minnkar bindiefni í berglögum og skriður kunna að myndast.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband