Skófir og fléttur með skynvilluefni?

sko_769_fir2.jpg

 

Skófir og fléttur eru einn hluti af lífríkinu, sem við veitum ekki mikla athygli, en er samt sem áður mjög spennandi fyrirbæri á margan hátt. Þær eru oft fyrstu lífverurnar, sem nema land á ungum hraunum. Þær gefa frá sér sýru sem vinnur á berginu og hjálpar til að mynda jarðveg með tímanum fyrir svokallaðar æðri plöntur. En það er magt fleira óvænt varðandi skófir. Í regnskógum Ekvador í Suður Ameríku vaxa skófir af tegundinni Dictyonema huaorani. Inkarnir í Ekvador vita að þetta er jurt, sem inniheldur skynvilluefni og efnagreiningar sýna að þessar skófir innihalda meðal annars efnin tryptamín og psilocybin. En þessi skóf getur einnig gert menn ónýta. Íslenskar skófir og fléttur hafa verið notaðar sem litunarefni fyrir ullarþráð um margar aldir, en þær gefa af sér dökkbrúnan lit, rauðbrúnan eða gulbrúnan lit. Það er oft rætt um að íslenskar skófir og fléttur kunni að innihalda vímuefni eða skynvilluefni (psychodelic drugs), en enginn virðist hafa fjallað um hvaða tegundir af skófum er hér um að ræða. Það eru um 700 tegundir þekktar af skófum og fléttum á Íslandi.  Sumir halda því fram að skófin umrædda sé Collema Fuscovirens af slembruætt, eða Collema flaccidum (hreisturslembra). Aðrir telja að galdrajurtin sé Parmotrema menyamyaense. Þær munu allar innihalda efnin bufotenin, norbufotenin, tryptophan, tryptamine og serotonin í mismunandi mæli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Haraldur Sigurðsson, mér þykir ljóst, að Guðni Th. Jóhannesson muni bæta á þig fálkum. Þér tekst nú það sem engum hefur tekist áður: Að fá eiturlyfjaliðið í Reykjavík út í hreina náttúruna. Í maímánuði förum við að sjá íslenska fíkla skríðandi út um öll holt, nagandi skófir af steinum landsins, og suma alsæla. Eflum íslenska framleiðslu.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 26.4.2017 kl. 05:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband