Norðaustur leiðin er að verða vinsæl

image-535557-galleryv9-pmps.jpgMikið hefur verið fjallað um norðvestur leiðina, þ.e.a.s. siglingarleiðina milli Norður Atlantshafs og Kyrrahafs, sem liggur milli Grænlands og Kanada. Þessi leið verður sífellt greiðfærari, þar sem hafísþekjan á norðurslóðum minnkar ár frá ári. En það er norðaustur leiðin, sem er ekki síður athyglisverð og kann að verða mikilvægari í framtíðinni, fjarri Íslandi. Hún er sýnd á fyrstu myndinni, en sú sigling þræðir um Íshafið austanvert, meðfram norður ströndum Noregs, Rússlands og Síberíu, og inn í Kyrrahafið. Siglingin frá Hamborg til Shanghai um norðaustur leiðina styttist til dæmis um 6 þúsund km, miðað við hina hefðbundnu syðri siglingu um Súez skurðinn.  Árið 2014 fóru 53 skip þessa leið, en á sama tíma sigldu 17 þúsund skip venjulegu syðri leiðina, í gegnum Súez skurðinn. En umferðin um norðaustur leiðina vex ár frá ári síðan hún var fyrst farin árið 2010 (fjögur skip), eins og önnur mynd sýnir. nor_austurlei_in.jpgEn nú hefur olíuverð lækkað og sparnaðurinn við að sigla norðaustur leiðina þá ekki jafn mikill. Framtíðin er því óljós í þessu máli. En eitt er sérstaklega athyglisvert: allt bendir til að umferð skipa um norðaustur leiðina muni í framtíðinni verða án viðkomu í höfnum á leiðinni; non-stop traffic. Það sama mun gerast í norðaustur leiðinni: Ísland er og verður aldrei mikilvæg millilending á slíkum siglingum, þrátt fyrir bollaleggingar sumra sveitarfelaga hér á landi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Bogi Ágústsson átti stórfróðlegt viðtal við einn helsta sérfræðing Kanadamanna um þessar siglingaleiðir og hann furðaði sig á tvennu:

1. Hvernig okkur dytti í hug skipstjórar færu að lengja leiðir sínar með því að hafa viðkomu á Íslandi.

2. Hvernig mönnum dytti í hug að besta hafnaraðstaðan yrði í "heimshöfn" í Finnafirði, sem keppa ætti við Bremerhaven, þegar ljóst væri að alla innviði og þjónustu vantaði við Finnafjörð, sem hins vegar væri að þegar fyrir hendi við sunnanverðan Faxaflóa.  

Ómar Ragnarsson, 31.10.2015 kl. 00:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband