Látið hausana rúlla

Hvenær hefur Íslenskur embættismaður verið haldinn ábyrgur varðandi mistök í starfi? Ég þekki ekkert dæmi um slíkt. Jafnvel í Bandaríkjunum láta þeir hausana rúlla ef opinber starfsmaður bregst skyldu sinni. Nýtt dæmi er nú, þegar Michele Leonhart, forstöðumaður DEA, ríkisstofnunar sem reynir að hafa hömlur á eiturlyfjum, var rekin úr starfi í Washington DC. Hennar sök var sú að nokkrir starfsmenn hennar höfðu leyft sér að taka þátt í kynsvalli í Kólombíu í Suður Ameríku með eiturlyfjasölum. Frú Leonhart var víðs fjarri og ekki í partíinu, en hún var ábyrg og axlaði sína sök. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Okkur er sagt að ástæðan fyrir "meintu" ábyrgðarleysi íslenskra embættis- og stjórnmálasmanna sé sú, að spilling sé óþekkt fyrirbæri á Íslandi ólíkt því sem gerist víðast hvar erlendis.-Eða þannig!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 25.4.2015 kl. 08:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband