Sléttbakurinn verður elsta spendýr jarðar: um 200 ára

ke_jan.jpgElsta dýr jarðar var kúfskel, sem fannst við Grímsey, undan norður strönd Íslands árið 2007. Hún var 507 ára gömul, þegar hún var drepinn í þágu vísindanna. Ég hef bloggað um hana hér: http://vulkan.blog.is/blog/vulkan/entry/1280069/     En elsta spendýr jarðar er einnig að finna í grennd við Ísland og það er sléttbakurinn., en hann getur orðið meir en 200 ára gamall og vigtað um 100 tonn.  Honum fækkar nú óðum vegna ofveiði. Í dag telja vísindamenn að í Norður-Atlantshafi séu aðeins um 700 dýr eftir af þessari hvalategund, en stofnarnir sem lifa í Norður-Kyrrahafi telja allt að 8000 dýr. Michael Keane og félagar birtu nú í vikunni merka grein um erfðamengi sléttbaksins í vísindaritinu Cell. Þar koma margar spurningar fram, meðal annars: hvernig getur hann náð svo háum aldri? Hverjir eru helstu ættingar hans? Hvernig hefur hann forðast sjúkdóma eins og krabbamein öll þessi ár? Annar helsti draumur manna er að lifa lengur (hinn er að sjálfsöðu að verða ríkur…) og þess vegna er mikill áhugi á að rannsaka sléttbakinn frekar. Myndin sýnir hvar sléttbakurinn og hvalirnir yfirleitt sitja í keðju tegundanna og hverjir eru næstu ættingjar hans. En hvalir þróuðust frá landdýrum fyrir um 50 milljón árum síðan.  Hann virðist vera skyldari nautgripum og hrossum en öðrum tegundum, hvað snertir erfðamengi. Það er merkilegt að stórir hvalir, sem hafa meir en þúsund sinnum fleiri frumur í líkamanum en menn, hafa miklu minni líkur á að sýkjast af til dæmis krabbameini. Stóru hvalirnir virðast hafa einhvern náttúrulegan eiginleika, sem heldur krabbameini í skefjum eða kemur í veg fyrir það. Nú geta sérfræðingarnir skoðað þetta nýbirta erfðamengi sléttbaksins til að reyna að finna þá þætti, sem veita hvalnum lengra og heilbrigðara líf.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband