Ísbjarnastofninn hrynur

ÍsbjarnarslóðirÞeir eru ósköp sætir og feldirnir eru seldir dýrum dómum, en stofn ísbjarna er í mikilli hættu. Þeir eru líka mannætur, ef ekkert betra býðst.  Á hafísnum norður af Alaska (Beauforthaf) hefur stofninn dregist saman um 40% á tíu árum. Það eru húnarnir, sem fara verst út, en stofninn af ísbjörnum á þessu svæði er nú aðeins um 900 dýr.  Ein ástæðan fyrir hruni stofnsins er talin vera að hafísinn er veikur og þunnur, sem gerir selveiðar bjarnanna erfiðar. Hnattræn hlýnun er að eyða hafísnum og ísbjörninn er nú að verða “strandaður” á þurru landi, þar sem hann getur lítið veitt og leitar þá til mannabyggða. Sérfræðingarnir telja að stofninn verði horfinn af Beaufort svæðinu um miðja þessa öld með sama áframhaldi.  Alls munu vera eftir um 25 þúsund ísbirnir í heiminum, allir umhverfis norðurskautið.

Nú dvelja ísbirnir lengur á landi á öllu norðurskautssvæðinu vegna þess hvað hafísinn er veikur. Þess vegna eru árekstrar við fólk í byggð orðnir algengir og þá eru birnirnir tafarlaust skotnir. Ísbirnir eru sérhæfðir í að veiða sel á hafísnum. Þetta sést vel á annari myndinni, sem er gervihnattarmynd af Hudsonflóa í norður Kanada. Lituðu slóðirnar eru eftir ísbirni, sem eru útbúnir með GPS tækjum. Það kemur vel í ljós að þeir eyða nær öllum sínum tíma á hafísnum. Þar eru þeir kóngar í sínu ríki, veiða vel og hafa algjörlega aðlagað sig að þeirri náttúru og ísnum. Nú eru þeir neyddir til að eyða nokkrum hluta ársins á landi vegna þess að ísinn er veikur. Talið er að 700 til 900 bjarndýr séu veidd á ári hverju á norður slóðum. Þessi veiði er að lang mestu leyti vegna eftirspurnar af bjarnfeldum meðal auðmanna í öðrum löndum. Feldur af ísbirni er nú seldur á um $20 til 30 þúsund, eða um tvær til þrjár milljónir króna. Eftirspurn er einkum mikil í Kína og Rússlandi. Í sumar heimsótti ég þorpið Ittoqqortoormiit í mynni Skoresbysunds á austur Grænlandi, en hér hefur lengi verið ein mesta ísbjarnaveiðstöð Grænlands. Hér hafa verið drepnir milli 50 til 100 birnir á ári. Þeir eru aðallega drepnir í febrúar og mars og svo aftur í byrjun vetrar í september og október. Heimamenn kvarta yfir því að birnir séu ágengnir, en lítið eða ekkert er vitað um fjölda bjarna á þessu svæði.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ef marka má nýjustu skrif "kuldatrúarmanna" um loftslagsmál þar ekki að hafa neinar áhyggjur að ísbjörnum. Nú fullyrða þeir fullum fetum á bloggsíðum sínum að ekki einasta fari loftslag kólnandi á hnettinum, heldur "kólnar hratt"! 

Ómar Ragnarsson, 20.11.2014 kl. 01:49

2 identicon

 

 

Líta má í kringum sig til að finna nýrri gögn um þetta efni, nefnilega hið gleðilega að ísbjarnarstofninn sé verulega að ná sér á strik:

 

http://polarbearscience.com/2014/11/18/s-beaufort-polar-bears-largely-recovered-from-known-2004-2006-decline-says-new-study/

 

http://polarbearscience.com/2014/11/18/s-beaufort-polar-bears-largely-recovered-from-known-2004-2006-decline-says-new-study/

 

http://www.thegwpf.com/newspapers-mislead-public-about-polar-bear-numbers/

 

Why did the Southern Beaufort polar bear population survey stop in 2010?

It’s clear that the recently-published and widely-hyped new study stopped before the population rebound from a known decline was complete.

 

New Science Scandal: Polar Bear Researchers ‘Hide The Increase’ –

 

http://www.thegwpf.com/new-science-scandal-polar-bear-researchers-hide-the-increase/

 

Kv. Elló

Elló (IP-tala skráð) 20.11.2014 kl. 08:18

3 Smámynd: Haraldur Sigurðsson

Það er rétt að erfitt er að fá hið sanna varðandi ástand stofnsins. Því miður hefur USGS ekki gefið út könnun síðan 2010, en þeir eru þeir einu, sem treystsndi er varðandi talningu á stofninum.  Þeirra talning er hins vegar aðeins bundin við Alaska svæðið.  Verðum að bíða nýrri gagna. Á meðan er þetta mest ágiskun og pólitík.

Haraldur Sigurðsson, 20.11.2014 kl. 09:10

4 Smámynd: Ívar Pálsson

Veiðikvótar hafa haft mest afgerandi áhrif á flesta ísbjarnar- stofna í heild sinni.Ísbirnir eru samt settir á válista til þess að heimsvarmafólk geti notað þá sem afsökun til hamlandi aðgerða. Stjórnir frumbyggja svæðanna, Inúíta, eru margar á móti válistanum og þessum afskiptum bleiknefja. Færð hafa verið rök fyrir því að vandræðin Alaskamegin skapist af vindum sem færa ísflekann til og loka sels-opum í ísnum.

Haraldur er það óvéfengjanlegur þekkingarbrunnur að hann hefur örugglega kynnt sér gögnin sem sýna þetta með veiðina og líka þá staðreynd að engar aðgerðir manna í nútíma geta breytt ferli íssins í árhundruð.

Ívar Pálsson, 21.11.2014 kl. 00:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband