Bláa móđan frá Holuhrauni

BlámóđanHvers vegna er móđan frá eldstöđvunum í Holuhrauni blá? Myndin fyrir ofan er dćmi um blámóđuna, eins og hún lítur út frá geimnum.  Hún er reyndar blá á sama hátt og himininn er blár. Litur á efni eđa hlut er ađ mestu leyti ákvarđađur af ţví hvernig efniđ drekkur í sig litrófiđ.  Rauđur bolti er rauđur vegna ţess ađ hann drekkur í sig alla liti litrófsins NEMA ţann rauđa.  Rauđa ljósiđ endurkastast frá boltanum og ţađ er ţví liturinn sem viđ sjáum.   Ljósiđ sem kemur frá sólinni er hvítt, en er reyndar í öllum regnbogans litum, eins og Isaac Newton sýndi fram á, fyrstur manna.   Lofthjúpurinn inniheldur margar tegundir gaskenndra efna.  Ţegar sólarljósiđ berst inn í lofthjúpinn, ţá dreifist hluti af ljósinu, en efni í lofthjúpnum drekka í sig annan hluta ljóssins.  Ađeins um 75% af ljósinu berst alla ţeiđ niđur ađ yfirborđi jarđar.   Himinninn er blár vegna ţess ađ gas og frumefni í lofthjúpnum drekka í sig flestar bylgjulengdir litrófsins nema bláa litinn.  Sá blái er á ţeim hluta litrófsins sem hefur mun styttri bylgjulengd (um 400 nm) en til dćmis rautt og grćnt.    Hvort ţađ eru mólekúl, agnir eđa gas frumefni í lofthjúpnum, ţá hafa ţau sömu áhrif á litróf sólarljóssins.  Móđan frá eldgosinu samanstendur af bćđi dropum, mólekúlum og gaskenndum frumefnum, sem dreifa og drekka í sig itróf sólarljóssins á ýmsan hátt.  En eldfjallsmóđan drekkur ekki í sig bláa hluta litrófsins og ţví er móđan bláleit.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ţađ er kannski vert ađ nefna á ađ blái liturinn stafar einungis ađ hluta til vegna ţess ađ efnin drekka frekar í sig (e. absorption) ljós á lengri bylgjulengdum. (Blái) Liturinn er ađ mestu leiti óbeint endurkast(e. indirect scattering) ljóss, ţar sem ljós á stuttum bylgjulengdum endurkastast frekar í "allar" áttir, en ljós á lengri bylgjulengdum. Ţetta skýrist međ Rayleigh scattering sem segir til um hvernig endurkast ljóss er háttađ eftir bylgjulengdum og gildir um efniseindir sem eru minni en bylgjulengd ljóss. Sjá http://en.wikipedia.org/wiki/Rayleigh_scattering

Eđvald Ingi (IP-tala skráđ) 16.10.2014 kl. 14:52

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband