Hafísinn í haust

August sea iceFjölmiðlar greina frá því að hafísþekjan á norðurhveli sé að stækka. Fréttin er því miður ekki sett fram í samhengi við sögulegan raunveruleika, heldur einblínir fréttin á eitt ár.  Myndin til vinstri er línurit frá gervihnetti  NSIDC. Það sýnir  flatarmál hafísbreiðunnar á norðurhveli í ágústmánuði ár hvert, i  milljónum ferkílómetra.  Gögnin ná aftur til ársins 1979, en þá var hafísþekjan um 8,5 milljón ferkílómetrar. Nú er hún komin niður í um 5,5 til 6 milljón ferkílómetra.  Hafísbreiðan er yfirleitt í lágmarki í lok ágúst.  Það er ljóst að töluverðar sveiflur koma fram ár frá ári, en það er einnig öllum ljóst, að þegar á heildina er litið, þá minnkar hafísbreiðan hratt. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta kemur reyndar fram í fréttinni, þ.e. að ef til lengri tíma er litið þá sé hafísinn að minnka. En tvö síðustu ár, ekki eitt, hefur hann aukist aftur sem gæti þýtt að þróunin sé að snúast við.

Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 7.9.2014 kl. 15:35

2 Smámynd: Snorri Hansson

Afar góðar upplýsingar.

Snorri Hansson, 8.9.2014 kl. 01:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband