Órói í Bárðarbungu

skjálftarSterk skjálftahryna hófst undir Bárðarbungu í morgun, eins og sést á fyrstu mynd. Skjálftarnir eru smáir, en þeim fylgir einnig órói í jarðskorpunni, sem kemur fram á mælum bæði í Vonarskarði og á Dyngjuhálsi.  Það er sýnt á annari mynd. Sjálfsagt eru hér kvikuhreyfingar í jarðskorpunni á ferðinni. óróiBárðarbunga er tvímælalaust ein allra stærsta eldstöð landsins. Þangað má rekja hin risastóru Þjórsárhraun, sem runnu fyrir um 2000 til 8000 árum.  Bárðarbunga situr í hjarta íslenska heita reitsins. Einn skjálftinn var að styrkleika 3,1 á 4,2 km dýpi, en stærsti skjálftinn til þessa er 3,5 á 5,6 km dýpi, dálítið norðar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll..er þetta ekki alveg eins og Gjálpaargosið byrjaði nema engin stór skjálfti komin ennþá? Ef það gýs í öskju Bárðarbungu hvar fer þá vatnið niður?

Kristján E (IP-tala skráð) 16.8.2014 kl. 09:13

2 Smámynd: Haraldur Sigurðsson

Það er ekkert sem bendir til að gos sé hafið hér.  Hins vegar eru líkur á að kvika sé á hreyfingu djúpt í jarðskorpunni undir eldfjallinu.

Haraldur Sigurðsson, 16.8.2014 kl. 14:01

3 identicon

Já ok en þetta er spennandi ..hverjar telur þú líkurnar á að kvika komi upp áður en helgin er liðinn ? Það er að segja ef þú yrðir að giska ?

Kristjan E (IP-tala skráð) 16.8.2014 kl. 16:59

4 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Takk fyrir þessar upplýsingar, það er gott að fá þær Haraldur.

Kv.góð

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 16.8.2014 kl. 19:45

5 Smámynd: Haraldur Sigurðsson

Það er engin leið að koma með getgátur um líkur á gosi.  Ég vill minns fólk á skjálftahrinurnar sem gerðust undir Upptyppingum 2007 og 2008. Það voru mun fleiri skjálftar yfir lengri tíma. Allt benti til mikilla kvikuhreyfinga undir Upptyppingum, en ekki kom gos. Gleymum því ekki að meiri hluti kvikuhreyfinga endar ekki með gosi, heldur ró í skorpunni.

Haraldur Sigurðsson, 16.8.2014 kl. 20:01

6 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Takk fyrir Haraldur, mjög gagnlegar og yfirvegaðar upplýsingar.  Landið okkar virkar sem lifandi því erfitt getur reynst að reikna út hvert rándýrið ætlar.   

Hrólfur Þ Hraundal, 16.8.2014 kl. 22:30

7 identicon

Þakka upplýsingarnar og bloggið!

Hvaða einkenni væru helst ef það væri/færi að byrja gjósa ? Grynnri skjálftar sem síðan hættu eða ? Myndi óróinn hverfa eða aukast ?

Þetta er afar áhugavert.

Jónas Þór (IP-tala skráð) 17.8.2014 kl. 11:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband