Vogunarsjóðurinn Elliott og Eyjafjallajökull

ElliottStrax og eldgosið í Eyjafjallajökli hófst fékk ég símtöl frá fyrirtæki í New York sem heitir Elliott Management Corporation.  Þeir vildu fá reglulegar skýrslur frá mér varðandi hegðun gossins og spá um líkur á framvindu mála í Eyjafjallajökli.  Ég kom alveg af fjöllum varðandi þetta fyrirtæki og átti erfitt með að átta mig á hvað væri í gangi.  Áhugamál mín eru vísindin og fróðleikur en ekki viðskiptaheimurinn og ég hafði enga hugmynd um hvers vegna þeir sóttust eftir þessum upplýsingum.  Það er nú loks fjórum árum síðar að ég átta mig á hvað var að gerast.   Elliott er einn stærsti vogunarsjóðurinn eða “hedge fund”  á jörðu (númer 10, með $19 milljarða).  Þetta er einnig sá vogunarsjóður, sem hefur eignast flestar kröfur á fallna íslenska banka.  Kjarninn hefur nýlega fjallað um Elliott og gefið honum nafnið hrægammasjóður.   Kjarninn telur að Elliott sé á bakvið eða jafnvel eigandi af kröfum á stóru þrotabú föllnu íslensku bankanna Glitnis, Kaupþings og Landsbankans.   Auðvitað var það í þeirra hag að fræðast um framvindu mála varðandi náttúruhamfarir á Íslandi á meðan á gosinu stóð. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gastu ekki sent þeim feitan reikning fyrir þjónustuna sem nemur íslenskum kröfum þeirra?

Vonandi gafstu þeim ekki upplýsingar frítt?

erlingur (IP-tala skráð) 21.7.2014 kl. 10:15

2 identicon

Ég ætla annars að óska þér til hamingju Haraldur.

Ég reyndi að setja fyrri athugasemd inn undir mínu bloggnafni en fékk þessa meldingu: Þér er ekki heimilt að skrá athugasemdir.

Ég álykta sem svo að þú hafir þar með lokað á athugasemdir frá mér hér á blogginu þínu. Ég geri ráð fyrir að það sé vegna þeirra athugasemda sem ég hef sett við pistla þinna um hlýnun jarðar. Þú ert þar með fyrsti maðurinn sem gerir það, vísindamaðurinn sjálfur. Mikið fellur þú í áliti hjá mér vegna þessa, verð ég að segja. Pistlarnir þínir eru mjög svo áhugaverðir, en greinilega yfir gagnrýni hafnir.

Er það svona sem vísindamenn vilja hafa umræðuna? :-)

Góðar stundir!

erlingur (IP-tala skráð) 21.7.2014 kl. 10:26

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Haraldur þú hefðir átt að fara fram á svona eins og 300 milljarða tryggingu fyrir því að eldgosið myndi ekki skerða kröfur þeirra umfram það. :)

Guðmundur Ásgeirsson, 22.7.2014 kl. 01:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband