SILICOR þýðir meiri mengun á Grundartanga

Silikon tetraklóríðVið lesum í fréttum að amerískt fyrirtæki hyggst reisa verksmiðju á Grundartanga til að framleiða sólarsellur.  Sólarsellur eru að sjálfsögðu ágæt aðferð til að beisla endurnýjanlega orku, en það fylgir mikill böggull skammrifi.  Framleiðsla á sólarsellum og efninu polysilicon er mjög sóðalegt og mengandi verk og fylgir því mikil losun af eiturefninu sílikon tetraklóríð  -  SiCl4.  Það er talið að við framleiðslu af einu tonni af polysílikon verði til úrgangur sem er fjögur tonn af sílikon tetraklóríð.   En það eru fleiri hliðar á þessu máli, sem nauðsynlegt er að athuga náið.  Þar á meðal er saga og ferill fyrirtækisins Silicor.  Það þarf gífurlega raforku til að framleiða sólarsellur.  Kísilsandur  er innfluttur og  bræddur við mjög háan hita, allt að 2000 oC og við það er reynt að losna við mest af súrefninu sem er bundið í sandinn, en eftir er tiltölulega hreint sílikon.  Slíkar versmiðjur eru því reistar þar sem ódýr orka er fyrir hendi – eins og væntanlega á Íslandi.

Síðan er vökvinn sílikon tetraklóríð notað í miklu magni til að gera sílikon enn hreinna.    Framleiðsla á polysílikon er talin svo mengandi að Bandaríkin vilja helst ekki leyfa slíkan iðnað þar í landi og hafa hingað til látið Kínverja um sóðaskapinn heima hjá sér.  Nú er röðin komin að Íslandi.  Silicor vill svína landið okkar út og kaupa hér ódýra orku.   Hvar ætla þeir að loasa sig við allt þetta magn af eiturefninu sílikon tetraklóríð?  Hvað um klór gasið sem berst út í andrúmsloftið?  Er ef til vill búið að afskrifa Hvalfjörð og Akranes, og dæma þetta svæði sem iðnaðarhverfi, þar sem mengun er leyfileg?  Silicor hét áður Calisolar og breytti um nafn til að fela sinn fyrri feril í viðskiptaheiminum vestra.  Calisolar rak um tíma verksmiðju í Toronto, Kanada.  Það fóru ljótar sögur af þeim rekstri, eins og sagt er frá í dagblaðinu Columbus Dispatch.   Fyrirtækið var í Kaliforníu en reyndi svo fyrir sér fyrst í Ohio fylki og síðar í Mississippi og leitaði þar fyrir sér með lán til að reisa verksmiðju.    Þeir urðu að hverfa frá Mississippi vegna þess að fyrirtækið gat ekki einu sinni lagt fram $150,000 sem stofnfé.  Nú er forstjórum Silicor fagnað af fyrirmönnum Faxaflóahafna og þeir í Silicor ræða við Arion banka um lán til að reisa verksmiðju hér.  Hvað viljum við leggjast lágt til að fá iðnað inn í landið?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Ef þessi aðferð virkar þá , þá er ekkert athugavert við þessa verksmiðju Haraldur.  hún á að menga svipað og stórt kúabú

Ný aðferð umhverfisvæn og sparar orku
Með nýrri aðferð Silicor er aðeins notaður um þriðjungur af þeirri orku sem notuð er í dag til þess að framleiða sólarkísil.


Sú aðferð sem notuð er í dag hefur verið gagnrýnd, bæði sem orkufrek og vegna tilheyrandi mengandi efna sem falla til við framleiðsluna.

Sú framleiðsluaðferð sem Silicor Materials notar byggist á því að „þvo“ óhreinindi úr kísilmálminum með fljótandi áli, og lítill sem enginn úrgangur fellur til. Kísillinn er leystur upp í álinu, síðan er blandan kæld að vissu marki, þannig að álið helst fljótandi en kísillinn fellur út. Þessi kísill er nógu hreinn til þess að nota beint í sólarsellur.

Álið sem notað er við „þvottinn“ er síðan selt aftur til álvers sem þynnir það út með viðbótaráli og býr til blöndu sem seld er til fyrirtækja í bifreiðaiðnaði.

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 18.7.2014 kl. 07:55

2 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Sæll Haraldur.

Þessari aðferð sem Hallgrimur lýsir og Silicor notar við framleiðslu kísils fyrir sólarsellur er lýst í greininni:

Pure and simple -
Canada’s 6N Silicon presents its innovative
process for direct silicon purification



http://calisolar.broughstuff.com/news/industry/6n_pure_and_simple.pdf

Einnig má lesa um aðferðina á vefsíðu Silicor:  www.silicormaterials.com

Með góðri kveðju,

Ágúst H Bjarnason, 18.7.2014 kl. 11:20

3 identicon

Jú... það er nærri lagi að Faxaflóahafnir og Hvalfjarðarsveit séu búin að afskrifa Hvalfjörðinn sem iðnaðarhverfi/ruslahaug. Það er sorglegt. Takk fyrir góða og verðuga pistla Haraldur

Sigurjón (IP-tala skráð) 18.7.2014 kl. 14:56

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Í hálfa öld höfum við Íslendingar sóst eftir því að selja sem allra mest magn orku fyrir "lægsta orkuverð í heimi með sveiganlegu mati á umhverfisáhrifum" eins og það var orðað í betl-bæklingi, sem íslensk stjórnvöld sendu stóriðjufyrirtækjum heimsins 1995. Fyrir sex árum hófst mikil herferð til að koma inn á okkur tveimur risa olíuhreinsistöðvum sem áttu að "bjarga Vestfjörðum". Ég fór til Noregs og skoðaði einu tvær stöðvarnar sem þessi olíuþjóð er með og komst að því að í 20 hefði engin vestræn þjóð nema Íslendingar haft áhuga á slíkum skrímslum. Um svipað leyti hófst gyllingarherferð til að pranga inn á okkur súrálsverksmiðjum, sem teljast vera botninn sóðaskap í stóriðju. Því skítugra og því verri bísness, því betra.

Ómar Ragnarsson, 23.7.2014 kl. 13:02

5 identicon

Það sem hér er sagt um fjármál Calisolar er líklega rétt. Það sem segir um ódýra raforku er í sjálfu sér satt. Við drögum hingað stórnotendur sem nýta orkuna í frumvinnslu og það skapar ónógan ávinning af orkuauðlindinn.

HINSVEGAR er það sem fullyrt er um mengunina er rangt samkvæmt þeim gögnum sem ég hef fengið í hendur sem formaður umhverfis- og skipulagsnefndar Hvalfjarðarsveitar (sem fjallar um umhverfismál og skipulag á Grundartanga). Ég skora á fólk að hrapa ekki að ályktunum og kynna sér öll þau gögn sem liggja fyrir og ákvörðun og umfjöllun Skipulagsstofnunar og Umhverfisstofnunar um málið.

Losun skaðlegra efna í andrúmsloft frá þessarri verksmiðju er lítil og hún losar hvorki flúor eða brennisteinstvíoxíð (sem verksmiðjur á borð við álver, járnblendi og kísilver eins og þau sem á að fara reisa víða um land ef marka má áætlanir).

Hvað sem fólki kann að finnast um gjafsölu á rafmagni til stóriðnaðar (sem ég er sjálfur ekki andsnúinn) hjálpar ekki að að fara rangt með mengunina frá þessarri tilteknu starfsemi.

Enda dugar að ræða orkuverðið eitt og sér og hvernig við gætum haft mun meiri ávinning af því að nýta orkuna á annan hátt.

Sævar Finnbogason (IP-tala skráð) 29.7.2014 kl. 23:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband