Flúoríð mengun

Flúor mengun

 

Það kemur alltaf betur og betur í ljós, að opinbert eftirlit á Íslandi með matvælum, vörum, umhvefi, mengun og bókstaflega öllum atriðum sem snerta neytandann og hinn almenna bogara er sérstaklega veikt og lélegt og því fer hrakandi.  Bæði Ólafur Stephensen og Stefán Ólafsson hafa bent nýlega á þetta vandamál á prenti varðandi stjórnsýslu landsins.   Áður fyrr voru Neytendasamtökin mjög virkur aðli, sem bar hag almenning í brjósti, en nú virðist mér að við heyrum miklu minna úr því horni. Landvernd hefur hins vegar verið dugleg við að fjalla um náttúruverndarmál, en hefur ekki undan í dag, þar sem krafturinn í virkjanamálum og stóriðnaði virðist fara sívaxandi.

Öðru hvoru heyrum við um flúoríð mengun umhverfis álver á Íslandi og er það áhyggjuefni.  Flúor er eitt efnahvarfgjarnasta frumefni á jörðu og þess vegna er það nauðsynlegt við álbræðslu. Þá er blandað saman krýólíti (Na3AlF6) eða sviðuðum hvata og álríkum jarðefnum (báxít  eða súrál Al2O3) í rafknúnum bræðsluofnum og við það myndast eða skilst frá málmurinn ál.  Fúór-ríku íblöndunarefnin lækka bræðslumarkið frá yfir 2000 og niður að um 1000 gráðum C.   Við bræðsluna losna mengandi efni út í andrúmsloftið og er rætt um að fyrir hvert tonn af ál berist út 0,6 kg af flúoríði út í loftið og einnig um 0,6 kg af flúor-ryki.   Mér skilst að Alcoa Fjarðarál noti um 5450 tonn af álfúorið á ári og fer mikill hluti þess flúors út í andrúmsloftið. Kortið sýnir staðsetningu verksmiðju Alcoa Fjarðarál á ströndinni rétt fyrir austan byggðina í  Reyðarfirði.  Almennt er talið að óæskilegt sé að flúor fari yfir 30 til 50 míkróg/g í heyi eða grasi.  Eins og glöggt kemur fram á kortinu, þá er gildi flúors í grasi víða yfir 50 míkróg/g (rauðu blettirnir) og sex mælingar eru jafnvel yfir 100 míkróg/g.  Mér er ekki kunnugt um hvað mikið magn af flúor Alcoa er leyfilegt að dæla út, en hér er hættulegt ástand að þróast.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Haraldur,

Þakka fróðlegt og skemmtilegt blogg sem ég les mér reglulega til uppfræðslu og ánægju. En mér finnst kannski sem starfsmaður Alcoa og málið þannig skylt heldur fúlt að þessi umsögn um flúor skuli sett í samhengi með lélegu og versnandi opinberu eftirliti. Ég held að mér sé óhætt að fullyrða að allt eftirlit bæði á vegum Alcoa Fjarðaáls og opinberra aðila á þeim rekstri sé almennt talið til mikillar fyrirmyndar og til eftirbreytni. Menn geta deilt um álverið og haft skoðanir á því en það er önnur umræða.

Það er hisvegar svo annað mál að þetta eftirlit sýnir niðurstöðu og hækkuð gildi flúors sem ekki er sú niðurstaða sem að vonast er eftir. En þessi niðurstaða er þarna opinberuð fyrirtækið gengst við ábyrgð og það leiðir til þess að verið er að bregðast við eins og hægt er til að laga vandann. Sönnun þess að eftirlitið og viðbrögðin eru í góðu lagi.

Smá nánar um losun Flúors sem er hjá Fjarðaáli: 0,32kg á hvert framleitt áltonn og losun ryks sem er óvenju há miðað við fyrri ár eða 0,46 kg/t ál. Þetta er allt aðgengilegar upplýsingar í grænu bókhaldi Fjarðaáls meðal annars á vef umhvefisstofnunar ust.is

Óskar Borg (IP-tala skráð) 12.7.2014 kl. 15:59

2 Smámynd: Haraldur Sigurðsson

Ég þakka Óskari fyrir þessar upplýsingar og gleðilegt að heyra að heildarlosun hjá Fjarðaráli er ekki hærri.  En samt sem áður er þessi hækkun flúrors í gróðri í gangi.  Vonandi kemur í ljós hvað veldur.

Haraldur Sigurðsson, 12.7.2014 kl. 16:07

3 identicon

Sæll Haraldur,

Já,  bloggið þitt er alltaf áhugavert! Varðandi flúrorið af völdum álvera, rifjast upp fyrir mér að sumarið 1976 var ég á rölti með manninum mínum í hrauninu fyrir sunnan álverið í Straumsvík. Þar voru og eru nokkrir bæir (kot), og við einn þeirra voru fáeinar kindur í túninu. Í dyragættinni var kona sem við tókum tali. Hún lét sér annt um kindurnar sínar og sagði að mikil breyting væri á fénu eftir tilkomu álversins og tók sérstaklega fram skaða á tönnunum.

Þessa minnist ég - þegar nefnt er áhrif flúorsins á beitilandið fyrir austan og áhyggjur bænda þar.

 Þessi ár hefur reyndar orðið mikil breyting til batnaðar hjá ÍSAL (Alcan) - og ég efast ekki um að stjórnendurnir fyrir austan vilja gera sitt besta í þessum vanda. 

Að lokum biðst ég velvirðingar á því að hætta mér út í þessar umræður, en datt í hug að láta þetta koma fram. 

Guðlaug Elísa Kristinsdóttir (IP-tala skráð) 12.7.2014 kl. 19:02

4 Smámynd: Júlíus Valsson

Mjög góð grein hjá þér Haraldur, sem endranær. Því miður virumst við Íslendingar gera flest sem í okkar valdi stendur til að verða meiri og markvissari umhverfissóðar. Díoxin og PCB í refum við sjávarsíðuna er komið upp úr öllu valdi. Fróðlegt væri að fá að sjá mælingar á flúor, þungmálmum, díoxíni og PCB í Hvalfirði. Við markaðssetjum við okkur sem umhverfisvæna þjóð með hreint land og hreinar afurðir en um leið pössum við okkur á því að mæla sem minnst og skálum bara í kranavatni menguðu Roundup.

Júlíus Valsson, 13.7.2014 kl. 12:44

5 identicon

Þetta er glöggt dæmi um undirlægjuhátt íslenzkra strórnvalda gagnvart þessum fyrirtækjum. Það máttu allir vita sem á annað borð vildu vita hvernig þetta færi. Það lágu fyrir þriggja áratuga veðurfarsathuganir í Reyðarfirði sem sýndu ótvírætt að algjört glapræði var að setja fabrikku af þessari stærð niður í Reyðarfirði. Mengunarmörk Alcoa f. fúor voru hækkuð um 50% miðað við áætlanir Norsk Hydro (með vothreinsun). Svo láta þessir siðleysingjar eins og þeir skilji bara ekkert í því hvaðan þessi mengun kemur. Það stefnir nú þegar í það að Reyðarfjörður verði óbyggilegt svæði vegna mengunar.

Guðmundur Beck (IP-tala skráð) 15.7.2014 kl. 16:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband