Árekstrar við hvali eru tíðastir hjá hvalaskoðunarbátum

HvalaárekstrarSkip og bátar af öllum stærðum sigla öðru hvoru á hvali.  Það gerist nú æ oftar, þegar skip kemur í höfn, að dauður hvalur hvílir ofan á kúlunni í stafni skipsins, eins og fyrsta myndin sýnir.  Hvað þá með alla hina hvalina, sem urðu fyrir árekstri og hurfu í hafið?  Skýrsla Alþjóðahvalveiðiráðsins um árekstra við hvali kom út nýlega og er fróðleg, en hún nær yfir meir en eitt þúsund árekstra sem eru skráðir frá 1885 til 2010.  Auðvitað er galli á svona plaggi, þar sem margir aðilar skrá alls ekki árekstra.  Það eru fyrst og fremst herskip og skip í eigu hins opinbera, sem skrá, en einkaaðilar síður. Árekstrar Það kemur í ljós í þessari og skyldum skýrslum, að algengustu árekstrar við hvali verða hjá hvalaskoðunarbátum.  Hér með fylgja tvö línurit, sem styðja þessa niðurstöðu.  Annað er frá Alþjóðaráðinu en hitt frá Hawaii.  Í báðum þessum heimildum eru hvalaskoðunarbátar og hvalaskoðunarskip á toppnum.  Þetta er auðvitað það sem maður mátti búast við.  Hvalaskoðarar eru fyrst og fremst á þeim slóðum þar sem hvalir eru algengastir og hvalaskoðunarmenn reyna að komast eins nálægt og hægt er, til að þóknast ferðamönnum.  Í Hawaii er reyndar sú regla, að hvalaskoðunarskip mega ekki koma nær hval en 100 metrar. Árekstrar Hawaii Ekki veit ég hver reglan er hér á landi, ef nokkur, en þær eru ekki ófáar myndirnar, sem birtast hér við land þar sem skipið er alveg ofaní hvalnum.   Telur hinn ágæti lesandi að íslenskir hvalaskoðarar veiti upplýsingar til hins opinbera um slíka árekstra?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nei. Êg er sannfærður um að það gera þeir ekki.

Eiður (IP-tala skráð) 28.6.2014 kl. 23:28

2 identicon

Alveg tek ég undir með "indenticon"

En auðvitað fer ekki vel saman hvalagláp og hvaladráp.

Sigurður K Hjaltested (IP-tala skráð) 28.6.2014 kl. 23:51

3 Smámynd: Sverrir Einarsson

Svo má ekki  gleyma að örugglega þegar ekki er vitað með vissu á hvað var rekist að slíkt er örugglega skráð oft sem hvalaárekstur.... hef sjálfur farið í nokkrar hvalaskoðunarferðir og aldrei heyrt á það minnst að bátar séu að rekast á hvalina, enda ef það gerðist oft þá er ég hræddur um að það svæði yrði fljótt hvala laust svæði sem enginn vildi sigla inná. Hef ekki minnstu ástæðu til að ætla að hvalaskoðara skipstjórar skrái ekki árekstra við hvali í  sínum ferðum, sérstaklega ef tjón hlýst af, annað hvort á bát eða áhöfn/farþegum. Fæ ég ekki leyfi til að "stela" myndinni efst, þessari af skipinu með hvalinn á perunni?

Sverrir Einarsson, 29.6.2014 kl. 13:58

4 Smámynd: Haraldur Sigurðsson

Sjálfsagt að "stela" mynd!  Það eru því miður mjög margar slíkar til, teknar þegar stór flutningaskið koma til hafnar og uppgötva þá fyrst laumufarþegann á stafninum.

Haraldur Sigurðsson, 29.6.2014 kl. 15:08

5 identicon

Takk fyrir innleggið þitt Haraldur. Þörf ábending. Það eru engar formlegar reglur til um fjarlægð/nálægð við skoðunardýr hér við land en hvalaskoðunarsamtök Íslands hafa gefið út viðmiðunarreglur vegna umgengni við hvalina. Það er svo alveg undir hælinn lagt hversu mikla virðingu einstök fyrirtæki eða skipstjórar bera fyrir dýrunum. Almenna reglan sem ég hef talað fyrir er að því varlegar sem farið er í návist þessara dýra því meira fá menn út úr skoðunarferðinni. Dýrin verða rólegri og afslappaðri. Það geta alltaf komið upp óvæntir árekstrar en því færri sem varlegar er farið. kær kveðja

Ásbjörn Björgvinsson (IP-tala skráð) 30.6.2014 kl. 15:55

6 Smámynd: Haraldur Sigurðsson

Ég þekki ekki til hjá hvalaskoðurum hér við Ísland en hef þa´tilfinningu að þetta séu frekar hægfara eikarbátar.  Umhverfis Hwaii til dæmis er mikið um hraðskreiða báta, sem mig grunar að séu mun hættulegri.  Samt sem áður væri greinilega æskilegt að hafa einhverjar reglur um siglingar í grennd við hvali hér við land.

Haraldur Sigurðsson, 30.6.2014 kl. 16:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband