Olía umhverfis Grænland

Olíuleitarsvæði GrænlandÞað hefur verið töluverður áhugi fyrir olíuleit umhvefis Grænland, og miklar vonir bundnar við það. En ekki hefur þetta reynst alveg eins auðvelt og haldið var í fyrstu. Skoska olíufyrirtækið Cairn Energy hefur eytt um einum milljarð dollara í olíuleit á hafsbotni fyrir vestan Grænland. Svæðið sem þeir hafa kannað er skammt fyrir austan Disko eyju, eins og myndin sýnir. Hér hafa þeir gert víðtækar og dýrar rannsóknir á hafsbotninum og borað átta djúpar holur. Einnig nota þeir jarðeðlisfræðilegar aðerðir til að gegnumlýsa jarðlögin. Myndin til hliðar sýnir til dæmis slíka sneiðmynd af jarðlögunum frá Kanada til Grænlands, um 600 km leið. Sneiðmynd af setlögumÁ slíkum sneiðmyndum kunna að koma fram upplýsingar um olíusvæðin. Engin vinnanleg olía hefur fundist og hefur Cairn nú ákveðið að draga sig í hlé, að minnsta kosti um stundar sakir, en margir telja að Grænlandsævintýri þeirra sé lokið. Cairn Energy varð frægt og ríkt þegar þeir fundu olíu á Indlandi, og sjá borholur þeirra indverjum nú fyrir um 20% af sinni orkuþörf. Það er enginn leikur að bora eftir olíu umhverfis Grænland. Cairn þurfti að hafa dráttarbáta alltaf til taks til að stjaka við eða draga stóra borgarísjaka frá borpöllunum. Einnig eru miklu meiri vandamál varðandi stjórn á mengun, og svo setur veðrið strik í reikninginn. Þegar eða ef Grænlandsolía kemur á markað, þá verður hún örugglega dýr. Hvers vegna er Grænland spennandi svæði fyrir olíuleit? Það er tengt uppruna og þróun Atlantshafsins. Grænland er hlut af fleka Norður Ameríku. Fyrir um 60 milljón árum byrjaði Grænland að rifna frá Norður Ameríku og þá opnaðist sundið sem við nefnum Davis Strait og einnig Labradorhaf, eins og myndin fyrir neðan sýnir. Rek Grænlands frá Norður Ameríku myndaði þannig sigdæld, þar sem setlög söfnuðust fyrir, hugsanlega með lífrænum leifum. Þessar lífrænu leifar gætu myndað olíu. En rek Grænlands frá Norður Ameríku var skammvinnt.  Myndun Labradorshafs og Davis StraitFyrir um 50 milljón árum hætti þetta rek í Labradorhafi en þá byrjar Grænland að reka frá Evrópu, þegar Norður Atlantshafshryggurinn myndast austan Grænlands. Það er semsagt sigdældin undir Labradorhafi og í Davis Strait sem menn einblína á. Einnig eru nokkrar vonir um olíu taldar um olíu undir  hafsbotninum rétt austan Grænlands, og kemur þar Drekasvæðið við sögu, en það er nú önnur saga…

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband