Ítalskir jarđskjálftar

Afríka fćrist norđurSex eru látnir í jarđskjálftanum sem reiđ yfir Ítalíu í dag nálćgt Bologna. Hann var af stćrđinni 6.0. Flestum er enn í minni jarđskjálftinn undir borginni l´Aquila á Ítalíu áriđ 2009, er 150 manns fórust. Ţrjú ţúsund fórust einnig í skjálfta í suđur Ítalíu áriđ 1980. Og enn verra var áriđ 1908, ţegar ađ minnsta kosti 70 ţúsund fórust í jarđskjálfta sem jafnađi borgina Messina viđ jörđu. Hvađa öfl eru ţađ sem hrista Ítalíu međ svo miklum krafti og hörmulegum afleiđingum? Ţađ eru vitaskuld flekahreyfingar Afríkuflekans í suđri og Evrasíuflekans í norđri. Fyrir mörgum milljónum ára var mikiđ haf milli Afríku og Evrópu, sem tengdi Atlantshaf í vestri og Kyrrahafiđ í austri. Ţađ nefndist Tethyshaf. Síđan hefur Afrikuflekinn stöđugt rekiđ norđur á bóginn á hrađa sem nemur um 2 cm á ári, í átt til Evrópu. Flekahreyfingin hefur ţannig lokađ Tethyshafi og er sú hreyfing nú í ţann veginn ađ ţurrka Miđjarđarhafiđ út, en ţađ eru síđustu leifarnar af Tethyshafi. Fyrsta myndin sýnir hvernig norđur strönd Afríku hefur stöđugt mjakast norđur á bóginn síđastliđin 175 milljón ár. ÍtalíaEin afleiđing af ţessum árekstri Afríku og Evrópu eru Alpafjöllin. Önnur afleiđing er sú mikla felling í jarđskorpunni sem myndar Ítalíu skagann. Mynd númer tvö sýnir helstu ţćtti í jarđskorpuhreyfingum á Ítalíu. Rauđa línan eru mótin ţar sem flekarnir mćtast, í miklu sigbelti. Ţetta eru mjög flókin flekamót, og hlykkjast ţau eins og snákur eftir Ítalíu endilangri. Bláu línurnar eru hins vegar svćđi ţar sem gliđnun á sér stađ á flekamótunum, en hafsbotninn rétt fyrir vestan Ítalíu er ađ gliđna í sundur. Heildaráhrif af ţessum flekahreyfingum eru algengir jarđskjálftar og einnig eldvirkni í Vesúvíusi, Strombólí, Etnu og fleiri eldfjöllum.

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég keyrđi ţarna um fyrir nokkrum mánuđum og velti fyrir mér skörpum hryggjum á malbikađri leiđinni vestan viđ vatniđ. Svona eins einhverjar hrađahindranir og lćgđir.  Hugsađi ađ varla hafi vegurinn veriđ lagđur svona.

Kannski er landslagiđ eitthvađ ađ krumpast ţarna ef svo má ađ orđi komast. Man eftir skjálftunum ţarna fyrir nokkrum árum sem ullu ţví ađ ţađ lćkkađi verulega í vatninu, svo menn héldu ađ ţađ vćri hreinlega ađ tćma sig. magnađ hverasvćđi kom ţá í ljós viđ vesturenda kleyfarvatns, sem ég held ađ sé komiđ á kaf aftur.

Landslagiđ ţarna gefur svosem til kynna ađ allur fjandinn geti gerst. 

Jón Steinar Ragnarsson, 25.5.2012 kl. 16:29

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband