Uppruni Nafnsins Basalt

Krotsteinn touchstoneBasalt er algengasta bergtegund á Jörðu, og hún er einnig útbreitt á tunglinu, á Mars og hinum innri plánetum sólkerfisins. Basalt hraun mynda nær allan hafsbotninn umhverfis Jörðu. Hvaðan kemur þá þetta mikilvæga nafn? Það er sennilega upprunnið í Egyptalandi fyrir meir en fimm þúsund árum. Egyptar nota nafnið basanos fyrir svartar og vel slípaðar steinplötur, sem voru notaðar til að greina gæði málma, einkum gulls. Basanos er krotsteinn (touchstone), en þegar gull eða annar málmur var dreginn yfir svörtu plötuna, þá skildi gullið eftir sig gyllta rák, eins og fyrsta myndin sýnir. Litur rákarinnar sem myndaðist á plötunni var mælikvarði á gæði gullsins.  Kleópatra basaltÚr orðinu basanos í Egyptalandi kom síðan orðið basants í Grikklandi hinu forna og enn síðar orðið basalt í latínu Rómarveldis. Egyptar höfðu annað og mun mikilvægara brúk fyrir basalt, en það var sem hráefni í fagarar höggmyndir, ker og skálar. Hér til hliðar er til dæmis fögur mynd úr basalti af sjálfri Kleópötru frá því um 40 fyrir Krist. Maður skilur vel að hann Markús Antóníus hafi fallið fyrir henni … og einnig Júlíus Keisari. Basalt hefur verið eftirsótt hráefni fyrir listamenn í Egyptalandi, í fyrsta lagi vegna þess að það er nær svartur steinn, og í öðru lagi vegna þess hvað bergið er fínkornótt. Þess vegna verður áferðin óvenju jöfn og vel slípuð, eins og sjá má á styttunni af Kleópötru, þar sem allur búkurinn glansar af fegurð. Haddadin basaltNú er búið að finna grjótnámunar þar sem basaltið var unnið til að skapa þessar frábæru myndarstyttur af Kleópötru og faróum Egyptalands. Námurnar eru flestar í einu basalthrauni, sem er um 25 milljón ára gamalt. Það er Haddadin basalt hraunið, fyrir vestan og norðvestan Kaíró borg, eins og kortið til hliðar sýnir. Engin eldvirkni hefur verið í Egyptalandi síðan þetta hraun rann.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Thakka thjér fyrir frábaerar greinar.

Alltaf skemmtilegar og fraedandi.

Steingrímur Gunnarsson (IP-tala skráð) 8.5.2012 kl. 10:58

2 Smámynd: Sævar Óli Helgason

Ok... 25 milljón ár... Og síðasta alvöru ísöld fyrir hvað 75000 árum síðan...? (Þá á ég við þessa stóru sem mannfræðingar segja að hafi fækkað mannkyninu niður í eitthvað í kringum 5000 stk...) Ég er nefnilega að skoða þetta basalt sem er í þessari fallegu styttu... Þetta er allt öðruvísi en okkar basalt sem er náttúrulega síðan í gær eða svo, þetta egypska virðist vera mikið þéttara í sér og ekkert af brotum eða flögum í því... Það er einsog það sé unnið úr námu sem á einhverjum tímapunkti hefur legið undir heilmiklu fargi... Einsog t.d ís... Getur það verið rétt hjá mér...?

Sævar Óli Helgason, 12.5.2012 kl. 02:14

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Takk fyrir þetta. Hún Kleópatra hefur verið svipfögur þótt tvennum sögum fari raunar af því en fótstór hefur hún allavega verið. Skónúmer 52 að minnsta kosti.

Til er mynt með mynd hennar, sem sýnir hana ófrýnilegri en erfðasyndina sjálfa svo líklega hefur Markús Antoní verið ansi desperat þegar hann loks bar upp bónorðið. Kannski var hann engu skárri og með lítinn séns. Kannski var hann bara að hugsa um völd og peninga. Annað eins hafa menn nú látið sig hafa fyrir slíkt.

Jón Steinar Ragnarsson, 13.5.2012 kl. 15:44

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Cleopatra coin

Jón Steinar Ragnarsson, 13.5.2012 kl. 15:47

5 Smámynd: Haraldur Sigurðsson

Kannske var Kleópatra ekki smáfríð, en hefur verið kroppur, samkvæmt basaltstyttunni fyrir ofan. Annars má maður ekki dæma eingöngu út frá þessum pening.

Haraldur Sigurðsson, 13.5.2012 kl. 16:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband