Smástirnið 2005 YU55

2005YU55 brautNæsta þriðjudag, 8. nóvember, fer smástirnið 2005 YU55 nærri jörðu. Þetta er stór og hnöttóttur steinn, um 400 metrar í þvermál, og hann skutlar sér á milli jarðar og tunglsins á hraða sem er um 13,72 kílómetrar á sekúndu. Hvíta strikið á myndinni fyrir ofan sýnir brautir jarðar og tunglsins, en hvíta strikið er braut smástirnisins á þriðjudag, þegar það smýgur milli jarðar og tungls. Þá er það næst jörðu, í um 324627 km fjarlægð frá okkur. Engin hætta er talin stafa frá smástirninu í þetta sinn, en í framtíðinni kann braut þess verða nær jörðu. Það heimsækir jörðu aftur árið 2041, og verður þá ef til vill á braut enn nær okkur. Hins vegar gefst nú tækifæri til að rannsaka yfirborð þess nánar, og verður spennandi að fylgjast með fréttum af þeim rannsóknum á næstunni. Smástirnið er nær svart á lit og er talið að það innihaldi því mikið magn af kolefni. Myndin fyrir neðan er tekin með radar, og sýnir að 2005 YU55 er alveg hnöttótt. astroid_1

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Afar áhugavert og gerir manni ljóst hve geimurinn er stórfenglegur!

Ásdís Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 6.11.2011 kl. 04:06

2 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Ég er búinn að vera að lesa um þetta smástirni á netinu í þó nokkurn tíma, bæði á heimasíðu NASA sem og öfgasíðum sem spáðu heimsendir þennan dag.

Hið rétta er að þetta smástirni fór aldrei á milli jarðar og tunglsins - heldur töluvert fyrir ofan (eða neðan ).

2005 YU55

Hins vegar var fjarlægð smástirnisins í aðeins 0.85 af fjarlægð tunglsins (þ.e. nær jörðu en tunglið).

Sumarliði Einar Daðason, 13.11.2011 kl. 12:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband