Er Santorini að rumska?

GPS SantoriniEldstöðin Santórini í austur hluta Miðjarðarhafsins er ein sú stærsta sem um getur. Á Bronzöld varð hér stærsta eldgos Evrópu, þegar um 60 rúmkílómetrar af kviku komu upp á yfirborðið í mjög stóru sprengigosi. Ég hef bloggað um það hér: http://vulkan.blog.is/blog/vulkan/entry/957294/   Ekki hefur gosið á Santorini síðan árið 1950, en þá rann hraun á eynni Nea Kameni, sem er önnur eyjan sem er að fylla neðansjávar öskju eldfjallsins. Jaðrskjálftar hafa verið tíðir á svæðinu, en allir fyrir utan öskjuna og því ekki tengdir Santorini.  Í dag bárust mér fyrstu fregnir af nýjum óróa undir Santórini, og er þetta fyrsti órói hér í marga áratugi.  Fylgst hefur verið með Santorini í nokkur ár með GPS mælitækjum. Niðurstöður sýna, að breyting hefur orðið á lögun fjallsins nú fyrstu sex mánuði ársins 2011, eins og fyrsta mynd sýnir.   Jarðskjálftar undir SantoriniAskjan hefur breikkað um 5 cm það sem af er árinu 2011.  Allar GPS stöðvar hafa færst út frá miðju eldfjallsins og brúnir öskjunnar hafa risið um 5 cm.  Það eru vísindamenn við Þessaloniki og Patras háskóla í Grikklandi sem gera þessar mælingar, ásamt hóp áhugamanna sem rekur stofnunina Institute for the Study and Monitoring of the Santorini Volcano (ISMOSAV). Önnur mynd sýnir dreifingu jarðskjálfta undir öskjunni þeta árið. Þeir mynda þyrpingu af sjálftum undir miðju eldfjallinu, þar sem við teljum að gígurinn sem gaus á Bronzöldhafi verið staðsettur.  Santorini er einn vinsælasti ferðamannastaður Grikklands og landið hefur miklar tekjur af þeim straum af erlendum gjaldeyri. Enginn hefur enn spáð eldgosi, en nú er líklegt að yfirvöld fari að athuga hvort ekki sé rétt að setja hættuástand á eldeyjarnar tvær, sem eru í miðri öskjunni. Ég tel sennilegast að gos verði á eynni Nea Kameni, svipað og gosið árið 1950, en þá var lítill gjallgígur virkur, og þáðan rann lítið hraun. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Það er alltaf fróðlegt að lesa pistla þína hérna. Ég hjó eftir einu hér að ofan:

"Eldstöðin Santórini í austur hluta Miðjarðarhafsins er ein sú stærsta sem um getur."

Ég hafði ekki lesið um þessa eldstöð fyrr en núna. Hins vegar langar mig að spyrja þig hvernig þessi eldstöð er í samanburði við Bárðabungu?

Mér skilst að Bárðarbunga sé ein af tveimur eldstöðvum í heiminum sem tengjast beint niður í möttul jarðar. Hin sé í Hawaii, að því að best er vitað.

Er eitthvað búið að reikna út hvernig vatnsforði, landbúnaður og samgöngur muni standast slíkt gos miðað við nútíma þjóðfélag?

Sumarliði Einar Daðason, 20.7.2011 kl. 17:21

2 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

(Ég meina þá miðað við gos í Bárðarbungu og íslenskt samfélag. ;-)

Sumarliði Einar Daðason, 20.7.2011 kl. 17:22

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Ég hef heyrt og trúað því að gosið stóra hafi verið um 1560 fyrir Krist. Á eyjunni hafi verið borgin Atlantis sem tortímdist. Uppgröfturinn á Akrotiti sýnir að þarna voru í þessu úthverfi bílabreið steinlögð stræti með gangstéttum og neðanjarðarræsum fyrir vatn, við þau stóðu fleiri hæða hús með vatnsklósettum á 2 hæð, pússuð hlaðin hús. Allt yfirgefið í hasti og skilið eftir vín og korn. Mínóska menningin hvarf þarna á eini nóttu og allir drukkknu á Krít til dæmis en hallirnar rðu eftir. þetta var syndaflóðið svokallaða þegar Móse gekk yfir Rauðahafið á útsoginu eftir tsunaminn.

Halldór Jónsson, 20.7.2011 kl. 21:10

4 Smámynd: Alfreð K

Sumarliði, ég var að horfa á heimildaþátt á BBC One (http://www.bbc.co.uk/programmes/p00j8r3k) í gær um jörðina og þar kom fram að eldfjallið Nyiragongo í Afríku sé talið tengjast beint niður í möttul jarðar, kvikan þar er víst mjög þunn og getur runnið á ógnarhraða (25 km/klst.) þegar hún fer af stað.  Sjá ljósmyndir hér:

http://www.boston.com/bigpicture/2011/02/nyiragongo_crater_journey_to_t.html

Er kannski bara öll jörðin að fara af stað?

http://www.boston.com/bigpicture/2010/11/mount_merapis_eruptions.html

 http://www.boston.com/bigpicture/2011/05/another_icelandic_eruption_gri.html

http://www.boston.com/bigpicture/2011/06/volcano_erupts_in_chile.html

Og svo nú síðast þessar myndir sem sýndar voru á BBC News (en ég saknaði hins vegar sárlega í kvöldfréttum RÚV):

 http://www.bbc.co.uk/news/science-environment-14208862

Alfreð K, 20.7.2011 kl. 23:46

5 Smámynd: Haraldur Sigurðsson

Ég vil benda atur á fyrsta blogg mitt um Santórini hér: http://vulkan.blog.is/blog/vulkan/entry/957294/  Hér má finna svör við flestum spurningum sem koma upp í því sem á undan gengur. Það eru mjög mörg eldfjöll, sem fá kviku sína senda beint upp úr möttli jarðar, til dæmis á Hawaii.  Basalt kvika er að mestu leyti komin beint úr möttlinum, og hún er algengasta kvika sem gýs á jörðinni.

Haraldur Sigurðsson, 21.7.2011 kl. 08:13

6 Smámynd: Alfreð K

Í sambandi við kvikuna og uppruna hennar úr iðrum jarðar, ég sagði að fjallið Nyiragongo í Afríku „tengdist niður í möttul‟, það var gert mikið mál úr því í þessum þætti sem sýndur var á BBC, og þetta var kannski fremur lausleg þýðing hjá mér, það var nefnilega talað um „earth's outer core, which is liquid‟ eða ytri kjarna jarðar.  Uppruninn sem sagt enn þá dýpri en bara í möttlinum (sem er úr föstu efni) skv. nýjustu kenningum vísindamannanna.

Alfreð K, 22.7.2011 kl. 20:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband