Fyrstu myndir af Merkúr

mercur1Í dag birti NASA fyrstu myndirnar af plánetunni Merkúr, en geimfarið Sendillinn (Messenger) fór á braut umhverfis Merkúr hinn 17. marz.  Nú mun Sendillinn vinna í heilt ár við að mynda, mæla og rannsaka Merkúr vandlega.  Það er tiltölulega lítið vitað um þessa plánetu, meðal annars vegna þess, að maður þarf að horfa næstum beint í sólina til að sjá Merkúr í sjónauka., en hann er plánetan næst sólu.  Við vitum að yfirborðið er þakið gígum eftir árekstra loftsteina og einnig er vitað að Merkúr hefur stóran járnríkan kjarna eins og jörðin, en ólíkt tunglinu.  Járnkjarninn er hlutfallslega miklu stærri en í jörðinni, og heildar eðlisþyngd plánetunnar Merkúr er því einnig óvenju mikil.  messengerSem sagt:  allt öðruvísi heimur en við eigum að venjast.  Yfirborðshitinn sveiflast ótrúlega mikið yfir sólarhringinn, eða  frá −183 °C til 427 °C.   Það er því hugsandi að ís finnist í skugga í botni á sumum gígunum.  Tvær myndir fylgja hér með af Merkúr, önnur tekin fjær en hin nær yfirborði. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband