Gufan kemur fram undan Gígjökli

Gljúfru undir Gígjökli og gufanNú kl. 21 hinn 2. maí 2010 er gljúfrið undir Gígjökli orðið fullt af gufu, eins og myndin sýnir.  Gígjökull fellur norður á bóginn, beint niður úr toppgíg Eyjafjallajökuls.  Það er vel þess virði að fylgjast með gljúfrinu á vefmyndavél Vodafone hér, en í nótt kann að vera að glóð sjáist eða jafnvel glóandi heitt andesít hraun fari að gægjast fram úr gjánni.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Haraldur og þakka þér fyrir mjög uppbyggilegt og fræðandi blogg.

Ég er með eina spurningu sem varðar mælitæknina og þá vöktun sem nú er í gangi í kringum Eyjafjallajökul og Kötlu.

Eru þetta mælistöðvanet nægilega þétt, er hægt að mæla með annarri tækni eða nota aðra aðferðir til að vakta og fylgjast með???. Hefur þú dæmi annars staðar frá um aðrar aðferðir hvernig eldstöðvar eru vaktaðar.

Ég reikna fastlega með að íslenskir vísindamenn séu nokkuð framarlega í þessu en velti þessu fyrir mér sérstaklega nú þegar að aukinn virkni er að sýna sig án þess að skýringar fást. Gæti þetta verið merki um að ný gossprunga sé líkleg til að opnast.

Þakka þér aftur góðar útskýringar hér.

kv

Einar

Einar (IP-tala skráð) 2.5.2010 kl. 21:19

2 identicon

Hraun farið að sjást kl 22.20 a vefmyndavél Milu

Bjarni Hrafnsson (IP-tala skráð) 2.5.2010 kl. 22:31

3 identicon

Það sést glóð yfir toppgíg á vefmyndavélinni núna, en ekki enn glóð við rætur Gígjökuls.  Hraunið er því enn ekki komið niður, og ekki komið fram úr gjánni við rætur Gígjökulskl. 22:38.

haraldur (IP-tala skráð) 2.5.2010 kl. 22:38

4 identicon

Einar:

Ég tel að netið sé nægilega þétt og reynar ágætt. Einnig tel ég að við skiljum vel gang gossins og hegðun. Það hefur verið nokkur misskilningur vrðandi óróann.  Hann er að aukast, en það stafar ekki af aukinni sprengivirkni, heldur af auknu kvikurennsli og væntanlega af auknu hraunrennsli.

haraldur (IP-tala skráð) 2.5.2010 kl. 22:41

5 Smámynd: Anna Ragnhildur

Núna kl.22:57 kom greinilega sprenging. Skýin urðu rauð. Míla er með góða vél.

Anna Ragnhildur, 2.5.2010 kl. 23:01

6 Smámynd: Anna Ragnhildur

Ég er sammála Einari. Þakka þér fyrir frábærar útskýringar Haraldur. Ég hef ómældann áhuga á jarðfræði og var þeirra gæfu njótandi að hafa Jón Gauta heitinn, sem jarðfræðikennara í leiðsöguskólanum.  Hann gaf steinunum líf og kenndi okkur að lesa náttúruna, lesa landið og sjá það með öðrum augum. Náttúruöflin gera okkur grein fyrir smæð okkar. Nú verð ég samt að kíkja aftur á Mílu ;)

Anna Ragnhildur, 2.5.2010 kl. 23:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband