Leyndardómar Búlandshöfđa

Búlandshöfđi 2Sagan byrjar sumariđ 1902. Dag einn reiđ í hlađ í Mávahlíđ á norđanverđu Snćfellsnesi ungur og efnilegur jarđfrćđingur. Ţetta var dr. Helgi Pjeturss (1872-1949), sem hlaut síđar doktorsgráđu í jarđfrćđi áriđ 1905, fyrstur íslendinga. Hann fćr fjórtán ára pilt frá bćnum í fylgd međ sér, Helga Salómonsson, sem síđar varđ landsfrćgur upplesari í Ríkisútvarpinu og rithöfundur, en hann tók sér síđar nafniđ Helgi Hjörvar (1888-1965).Búlandshöfđi kort  Sveitarpilturinn ţekkti vel til í Fróđárhreppi og hann mun hafa bent jarđfrćđingnum á forn jarđlög međ steingerđum skeljum í fjallinu Búlandshöfđa, rétt fyrir ofan Mávahlíđ. Ţeir byrjuđu ađ grúska í gilinu beint fyrir ofan bćinn Mávahlíđ (sjá mynd) en síđar fóru ţeir norđur fyrir, upp í sjálfan Búlandshöfđann. Ţar međ hófst rannsókn Helga Pjeturss á Búlandshöfđa og nćrliggjandi fjöllum, en hér gerđi hann eina af sínum merkustu uppgötvunum. Búlandshöfđi 1903Á bergbrún Búlandshöfđa í um 130 til 150 m hćđ fann Helgi Pjeturss jökulrispur á yfirborđi blágrýtismyndunarinnar, og ofar fann hann steinrunna jökulurđ, sem var vitnisburđur um fyrsta jökulskeiđ hér. Enn ofar fann hann setslög međ skeljaleifum, sem sýndu ađ sjávarstađa hafđi veriđ miklu hćrri. Ţar ofaná kom grágrýtishraunlag sem var jökulsorfiđa ađ ofan, og ţar međ vitneskja um annađ jökulskeiđ. Síđari aldursgreiningar hafa sýnt framá ađ hrauniđ er um 1,1 miljón ára gamalt, en setlögun sem liggja undir eru allt ađ 1,8 miljón ára. Efst fann Helgi móbergsfjöllin eins og Höfđakúlur, sem hafa gosiđ á síđasta jökulskeiđi.Helgi Pjeturss En skeljategundirnar í setinu gefa miklar upplýsingar um loftslag og hita sjávar á ţessum tímum. Neđri hlutinn á sjávarsetinu inniheldur skeljategundir eins og skelina jökultoddu Portlandia arctica sem bendir til ţess ađ sjór hafi veriđ mjög kaldur. Efri hluti setsins í Búlandshöfđa er siltkennt, og inniheldur ţađ nútímaskeljar eins og krćkling, kúskel og nákuđung, sem hafa ţrifist í heitari sjó. Í ţessum sjávarsetlögum koma ţví vel fram miklar loftslagssveiflur á ísöld. Ári seinna, 1903, birti Helgi Pjeturss niđurstöđur sínar varđandi Búlandshöfđa: “On a shelly boulderclay in the so-called Palagonite formation of Iceland”.  Helgi Hjörvar heilsar KjarvalGreinin kom út í vel ţekktu tímariti Jarđfrćđafélags Bretlands, en Helgi var metnađargjarn, og hafđi snemma áttađ sig á ţví ađ ţađ var nauđsynlegt ađ kynna verk sín í hinum enskumćlandi heimi. Fyrir hans daga höfđu flest jarđfrćđirit um Ísland veriđ á dönsku eđa ţýsku. Helgi teiknađi tvö ţversniđ til ađ skýra jarđlagaskipan, annađ í fjallinu fyrir ofan Mávahlíđ, en hitt af Búlandshöfđa, sem fylgir hér međ. Í jarđlagasniđinu koma vel fram tvćr mórenur eđa jökulbergslög í gilinu fyrir ofan Mávahlíđ.Doktor Helgi minnist sérstaklega á sveitapiltinn Helga Hjörvar neđanmáls í grein sinni í riti breska jarđfrćđifélagssins áriđ 1903, og tekur fram ađ Helgi Salómonsson hafi fundiđ ýmsar skeljar, ţar á međal Portlandia arctica. Ţess ber ađ geta ađ brćđur Helga Hjörvar voru allir mjög sérstakir menn: grásleppubóndinn Pétur Hoffmann í Selsvör, Lárus Salómonsson, frćgasta lögga allra tíma, og Gunnar “Úrsus” Salómonsson, sterkasti mađur Íslands. Forspil rannsókna Helga í Búlandshöfđa hefur sína sögu, sem er tengt ţróun jarđfrćđinnar. Á nítjándu öldinni uppgötvuđu jarđfrćđingar ísöldina, ađallega vegna rannsókna svisslendingsins Louis Agassiz, og lengi var haldiđ ađ hún hefđi veriđ eitt samfellt jökulskeiđ.  Mávahlíđ2Myndin vaf mjög einföld: ţađ kólnađi, jökulskjöldur myndađist yfir norđur og suđurhveli jarđar, og varđi í langan tíma, en svo hlýnađi og jökulbreiđan hopađi. En ţessi mynd var greinilega of einföld. Í bók sinni “The Great Ice Age” (1874) taldi skoski jarđfrćđingurinn James Geikie ađ ísöldin skiftist í fimm jökulskeiđ. Í miklu og útbreiddu riti, sem kom út í ţremur bindum árin 1901 til 1909 (“Die Alpen im Eiszeitsalter”) sýndu ţýsku jarđfrćđingarnir Albrecht Penck and Eduard Brückner framá ađ ísöldin var ekki einn samfeldur fimbulvetur, heldur skiftist hún í hlýskeiđ og fjögur jökulskeiđ, sem ţeir skírđu Günz. Mindel, Riss og Würm ţađ yngsta.  Viđ vitum ekki hvađ Helgi Pjeturss var vel lesinn á ţessu sviđi eđa hvort hann hafđi greiđan ađgang ađ erlendum vísindaritum, en alla vega vitnar hann í rit eldfjallafrćđingsins Archibald Geikie, sem var bróđir ísaldar-Geikie. 

Skeljar

Í framtíđinni munu vonandi fara fram ítarlegar rannsóknir á sögu jarđvísindanna á Íslandi, og ég er fullviss um ađ ţćr munu sýna ađ Helgi Pjeturss var langt á undan sinni samtíđ varđandi ísöldina. Umhćtti dr. Helga í leiđangri á ţessum tíma er fróđlegt ađ lesa nánar hér

http://www.heimaslod.is/index.php/Blik_1969/Sumardvöl_Dr._Helga_Péturss#


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kćrar ţakkir fyrir ţennan lćsilega og vel framsetta pistil. Tek undir međ greinarhöfundi međ ađ full ástćđa er til ađ minnast brautryđjandastarfs dr. Helga Pjeturss og halda nafni hans á lofti.

Ţorkell Guđbrandsson (IP-tala skráđ) 21.2.2010 kl. 18:32

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Takk fyrir ţennan góđa pistil Haraldur.

Mig langar til ađ geta ţess hér til gamans, ađ ég er uppalinn í Mávahlíđ hjá afa mínum og ömmu, og heyrđi ţví oft talađ um skeljalögin sem dr. Helgi rannsakađi. Ţegar ég var strákpjakkur lék ég mér mikiđ í klettunum umhverfis Mávahlíđargil, en ég var óbetranlegt klifurdýr á ţeim árum. Núorđiđ fć ég í iljarnar af ţví einu ađ rifja ţessar klifurferđir upp í huganum.

Jóhannes Ragnarsson, 21.2.2010 kl. 19:07

3 identicon

Sćll Haraldur.

  Dr. Helgi Péturss. mun hafa veriđ frábćrlega skarpskyggn vísindamađur ţótt hann hafi ekki veriđ óskeikull, fremur en ađrir. Vanheilsa og féleysi ásamt skilningsleysi samtímamanna á hćfileikum hans mun hafa orđiđ til ţess ađ hann kom ekki eins miklu í verk í rannsóknum í jarđfrćđi og efni stóđu til. Ađ loknu námi fór hann í mikla rannsóknarferđ til Grćnlands en veiktist í ferđinni og ţjáđist af svefnleysi alla ćfi síđan. Hann fékkst viđ rannsóknir og túlkanir á draumum og setti fram kenningu um lífsamband í alheimi, sem hann kallađi "Hiđ mikla samband".  Hann ritađi líka um ţađ sem hann kallađi lífstefnu og helstefnu og taldi mannkyniđ ótvírćtt fylgja helstefnunni. Kenningar sínar setti hann fram í ritinu Nýal, sem kom út í nokkrum bindum. Helgi var afar vel ritfćr og er gaman ađ lesa rit hans. Félag var stofnađ um kenningar hans í heimsfrćđum, Félag Nýalssinna, en ekki veit ég hvort ţađ er til ennţá.

      Minningu frumkvöđla í rannsóknum á jarđfrćđi Íslands, manna eins og Ţorvaldar Thoroddsens Og Helga Péturss, er verđugt ađ halda á lofti og stendur ţađ nćst ţeim sem standa á öxlum ţessarra manna. Ţá á ég viđ íslenska jarđvísindamenn og samtök ţeirra.

       Kveđja. Ţorvaldur Ágústsson.

Ţorvaldur Ágústsson (IP-tala skráđ) 21.2.2010 kl. 22:38

4 identicon

Ađ mínu áliti er Helgi Pjeturss einn af stćrstu risunum međal jarđfrćđinga Íslands. Ţađ geislađi gáfan og hćfileikarnir út úr ţessu andliti. Ţví miđur var erfitt fyrir hann ađ stunda sínar rannsóknir, vegna fjárskorts. Mann grunar ađ ţá hafi bara veriđ pláss fyrir einn jarđfrćđing á Íslandi. Hann afkastađi mjög miklu á stuttum ferli, og hver veit hvađ hann hefđi getađ gert ef honum hefđi veriđ veittur sá stuđningur sem ţurfti. Saga hans sem vísindamanns er enn óskráđ.

Takk fyrir

Kveđja

Haraldur

haraldur sigurdsson (IP-tala skráđ) 21.2.2010 kl. 23:43

5 identicon

Ég er međ bók eina í höndunum sem ber titilinn "Dr. Helgi Pjeturs og jarđfrćđi Íslands." Undirtitill er "Baráttusaga jarđfrćđings í upphafi 20. aldar." 

Bókin sem er eftir Elsu G. Vilmundardóttur, Samúel D. Jónsson og Ţorstein Ţorsteinsson kom út áriđ 2003. Bókin er 247 bls.

hp (IP-tala skráđ) 27.2.2010 kl. 00:03

6 identicon

Ég hef séđ bók ţessa og blađađi í henni skömmu eftir ađ hún kom út. Satt ađ segja varđ ég fyrir miklum vonbrigđum varđandi stutta umfjöllun um feril Helga sem vísindamanns, og skilning höfunda á uppgötvunum og framlögum hans til íslenskra vísinda. 

Kveđja

Haraldur

haraldur sigurdsson (IP-tala skráđ) 27.2.2010 kl. 00:43

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband