Fellibylirnir eru ađ byrja ađ breyta hugarfarinu um lofslagsbreytinar

Gallup

Af einhverjum óskiljanlegum ástćđum, ţá hafa hćgri menn í Bandaríkjunum og víđar hina mestu óbeit á hugtakinu “loftslagsbreytingar”.   Ţeir virđast líta svo á, ađ kenningin um loftslagagsbreytingar sé uppspuni, sem vinstri menn og sósíalistar beiti í pólitískum tilgangi, til ađ hređja á frjálslyndistefnu auđvaldsins. Ţeir líta á kenninguna um loftslagsbreytingar sem verkfćri vinstrisinnađra til ađ hnekkja á olíufélögum, kolanámum, og arđbćrri starfssemi ţeirra. Ţeir neita ađ trúa ţví sem frjálslyndir segja, ţeir neita ađ trúa vísindamönnum, en nú verđa ţeir ađ trúa sínum eigin augum. En nú er komiđ ađeins annađ hljóđ í strokkinn, eftir ađ bćđi tíđni og styrkur fellibylja í hefur fćrst í aukana, einkum í suđur ríkjum Bandaríkjanna. Ţađ mun vćntanlega koma í ljós í ţingkosningunum áriđ 2018 hvort veruleg breyting hefur orđiđ á viđhorfinu til loftslagsmála í Norđur Ameríku. En skođun almennings er ađ breytast smátt og smátt, eins og nýjasta könnun Gallups sýnir fram á. Myndin sýnir niđurstöđur skođanakannana Gallups frá 2001 til 2017. Ţađ er greinilegt ađ hugarfariđ er ađ breytast, ţótt hćgt gangi.


Bloggfćrslur 14. september 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband