Dollarinn ríkir enn í Ekvador

GN! 2017Ríki Suđur Ameríku hafa mörg veriđ ađ mjakast til hćgri í stjórnmálum (t.d. Brazilía, Perú, Argentína), en undantekningin er litla ríkiđ (13 milljón) Ekvador, sem er ađ mestum hluta í Andesfjöllum.   Ţađ eru yfirleitt góđar fréttir nú frá Ekvador, enda ríkir ţar gott lýđrćđi. Mikiđ hefur dregiđ úr fátćkt í landinu og framlag til menntunar er hćst í rómönsku Ameríku. Rafael Correa var kosinn forseti Ekvador áriđ 2007 og hefur veriđ viđ völd í tíu ár. Nú tekur viđ ný vinstristjórn, sennilega međ svipađa stefnu, međ Lenin Moreno í fararbroddi. En ađ sumu leyti voru hendur Correa bundnar ţegar hann tók viđ völdum, vegna ţess ađ landiđ tók upp amerískan dollar sem gjaldmiđil áriđ 2000 og lagđi niđur gömlu myntina sucre, sem hefur reynst ţeim jafn illa og krónan íslendingum. Hann gat ekkert fiktađ viđ gengiđ til ađ stýra efnahagsmálum, gengisfellingar voru útilokađar og nokkuđ óvenjulegt efnahagsástand tók ţví viđ, sem ríkir enn. Eitt af nýjum lögum landsins er ađ bankar verđi ađ koma aftur heim til Ekvador međ 80% af eignum sínum. Međ ţessu og öđrum ađgerđum tókst ađ ná miklu magni af dollurtum aftur heim, sem kom sér vel í kreppunni árin 2008 og 2009. Ekki bćtti úr skák ađ olíuverđ á heimsmarkađi féll mikiđ en Ekvador framleiđir mikiđ magn af olíu frá lindum undir Amazonskóginum. Ţađ hjálpađi sjálfsagt til ađ Correa er međ doktorsgráđu í hagfrćđi frá Harvard skóla.

Línuritiđ sýnir GNI (Gross National Income per person) eđa ţjóđartekjur á mann í dollurum. Rauđa línan markar breytinguna frá sucre sem gjldmiđil, yfir á ameríska dollarann. Vaxandi velgengni undanfarinn sautján ár má ađ nokkru leyti ţakka olíu, en ef til vill einnig stöđugri hagtjórn, sem hefur veriđ ađ nokkru leyti bundin í stakk af dollaranum.

Međ ţví ađ taka upp dollarann missti Ekvdor ađ nokkru leyti stjórn á gjaldeyrismálum, -- ţađ var til dćmis ekki lengur hćgt ađ prenta peningaseđla til ađ örva hagvöxt eđa til ađ standa undir opinberum verkefnum eđa ţá til ađ bjarga gjaldţrota bönkum úr vanda. Eina ríkiđ sem hafđi reynt dollarinn á undan var Panama, en ţar ríkir allt annađ efnahagsástand. En olíuverđ hefur stöđugt lćkkađ og efnahagur Ekvador er í nokkurri óvissu. Ţađ verđur fróđlegt ađ sjá hvernig hinn nýi forseti tekur á málunum, án ţess ađ geta fiktađ neitt viđ gengi og gjaldeyri landsins.


Bloggfćrslur 8. júlí 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband