Macron á leik í loftslagsmálum

Hann Emmanuel Macron Frakklandsforseti er klókur maður.   Nú er hann búinn að taka slagorð Trump´s (Make America Great Again!) og snúa því á alla jörðina: Make Our Planet Great Again! Hann hefur sett á laggirnar stórt rannsóknaverkefni fyrir €60 milljón, til að rannsaka loftslagsbreytingar og áhrif þeirra. Verkefnið er einkum mótað til að draga að sér erlenda vísindamenn í loftslagsfræðum, einkum frá Bandaríkjunum með ríflegum (allt að €1.5 milljón) fjögurra ára styrkjum. Umsóknirnar streyma inn og hundruðir hafa þegar sótt um, aðallega frá Bandaríkjunum, þar sem óstjórn Trumps er að draga úr öllum vísindarannsóknum.  Þýskaland er að undirbúa svipaða herferð og er hætt við því að nú flytjist mikill fjöldi loftslagsfræðinga á brott frá Bandaríkjunum, þar sem ótrúleg þröngsýni og skammsýni ríkir.

 

 

 

 


Er OK að nota útrunnin lyf?

pillurSumir spyrja sig af hverju lyf renni út. Ástæðan er að lyf hafa síðasta söludag, rétt eins og matvara. Sum virk efni lyfjanna eru óstöðug og þau geta misst virkni sína með tíma og óæskileg niðurbrotsefni geta einnig myndast. Lyf eru einnig mismunandi hvarfgjörn en niðurbrot getur verið vegna oxunar, ljóss eða raka.
Endingartími lyfja er misjafn og hann er einnig háður geymsluaðferð: það er best að geyma lyf á köldum, þurrum og dimmum stað (kæliskápur er góður, en ekki má rugla lyfjum saman við matvæli). Útrunnin lyf eru skilgreind þannig: síðasti neysludagur sem gefinn er upp á umbúðum lyfja er sá tími sem framleiðandi lyfsins ábyrgist 100% virkni. Sá tími er oftast gefinn sem 2 til 3 ár. Í Bandaríkjunum er talið að útrunnum lyfjum sé kastað, með verðmæti sem nemur $765 milljarðar á ári hverju, sem er fjórði hluti af allri sjúkrasamlagsstrafsemi landsins.

Nú telja margir að útrunnin lyf sé mýta, trú eða skoðun sem hefur ekki við góð rök að styðjast, mýta sem lyfjaframleiðendur koma fram með til að fá fók til að kasta lyfjum og kaupa ný. Það er margt sem bendir til að lyfjaframleiðendur séu að plata okkur.

Tökum dæmi frá Kaliforníu. Stór kassi fullur af gömlum lyfjum (sum voru eldri en jafnvel tunglfarið árið 1969) fannst í geymslu í lyfjaverslun í Kaliforníu nýlega. Flest eða öll lyfin voru meir en 30 til 40 ára gömul og því löngu útrunnin samkvæmt reglum lyfsala. Tveir lyfjafræðingar tóku kassann og byrjuðu mælingar á efnainnihaldi lyfjanna. Það voru 14 tegundir lyfja í kassanum. Efnagreinigar sýndu að 12 af 14 voru í fínu ástandi og jafngóð og ný lyf. Aðeins tvö reyndust hafa misst eitthvað af lækningakraftinum.

Ég er ekki beint að hvetja fólk til að taka inn útrunnin lyf (þótt ég geri slíkt sjálfur), heldur að benda á að það þarf að fylgjast mun betur með lyfjaframleiðendum og endurskoða aðferðir þeirra við að setja tímamörk á útrunnin lyf. Læknasamtök í Bandaríkjunum (AMA) hafa gert sér grein fyrir því að mörg útrunnin lyf eru ágæt og þafa því reynt að fá FDA, bandarísku lyfjastofnunina, til að breyta reglunum. Ekkert hefur enn gerst í því máli, en hreyfing er nú að vakna.


Bloggfærslur 18. júlí 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband